Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 58
56
FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
hefði verið kastað fyrir róða, og nútímaskáldin leituðu æ meira á
mið daglegs máls, sem þau ykju að margræðni og frumlegum sam-
setningum. En slíkt er í samræmi við yrkisefnin, því að nútímaljóðið
sækir yrkisefni sitt mjög í daglegt líf 20. aldar samfélags. Það fjall-
ar um manninn í vélvæddum tækniheimi og vandamál hans; mann-
inn, sem hefur lagt undir sig veröldina með tæknikunnáttu sinni og
vísindum, en glatað sál sinni. Tilgangsleysi, leiði, bölsýni, dauða-
ótti, angist og einmanaleiki mannsins í ókunnri, gildissnauðri veröld,
sem hann hefur þó sjálfur skapað, þetta eru hin algengu minni nú-
tímaljóðlistar. Ég hika samt við að kalla þetta einkenni á nútíma-
ljóðlist. Skáld hafa á öllum tímum ort um sjálf sig og umheiminn,
raunveruleikann og drauminn, lífið og dauðann. Engu að síður held
ég, að athugun á yrkisefnum íslenzkra nútímaljóðskálda væri ó-
maksins verð.
Eftir Þorgeir Sveinbjarnarson liggja þrjú lítil ljóðakver. Fyrsta
bók hans, Vísur Bergþóru, kom út árið 1955, síðan líða 10 ár, en
þá sendi hann frá sér Vísur um drauminn. Þriðja bók hans, Vísur
jarðarinnar, var gefin út að honum látnum í apríl 1971.
I fyrstu bók Þorgeirs, Vísum Bergþóru, eru ljóðin ýmist með
hefðbundnu sniði eða á mörkum hefðbundins og nútímalegs forms.
Bragfrelsi er ekki mikið. Höfundur fylgir að vísu ekki hefðbundnum
bragarháttum, vísuorðalengd er ójöfn, og oft á tíðum er vísuorðið
rofið í fleiri hluta, en hann notar mjög rím og ljóðstafasetningu.
Að sönnu er notkun hans á rími og ljóðstafasetningu sjaldnar al-
gerlega hefðbundin, en engu að síður fylgir hann ákveðnum og
föstum reglum. Lítum á fyrsta ljóð bókarinnar, Við hljóðfœrið:
Lí fsstrengi
/jóðhörpu
/jóshendur slá.
Sólkona
umleikur
söknuð minn
í þrá.
Hefðbundinni bragfræðilegri uppsetningu er hér ekki fylgt. Vísu-
orðum er skipt, til að gefa ákveðnum orðum aukna áherzlu, sbr.