Skírnir - 01.01.1973, Síða 84
82
ANDRES BJORNSSON
SKÍRNIR
eins og ljóst er af orðalaginu og einkum er skandinavismi Knuths
greifa og Gríms blaðinu þyrnir í augum.
Það svífur að hausti 1848, og í þann mund, sem laufin falla af
beykitrjánum við Eyrarsund hefur Marz-ráðuneytið runnið sitt
skeið, og verða þar mikil mannaskipti 15. nóvember. Knuth greifi
hverfur úr stjórninni, en ráðgjafi hans og trúnaðarmaður, Grímur
Thomsen, er sendur úr landi, að vísu í þjónustu utanríkisráðuneyt-
isins. Fer hann fyrst sem sendiráðsritari til Frankfurt, höfuðstöðva
Þýzka sambandsins, þar sem Dirckink Holmfeldt barón situr sem
sendiherra Dana. I bréfum, sem Grímur Thomsen ritar Knuth greifa
úr þessum stað má glöggt sjá vonbrigði hans og beiskju yfir þeirri
breytingu, sem nú hefur orðið á högum hans. Hann skrifar greifan-
um, vini sínum, meðal annars nýlega kominn til Frankfurt:
Ekki get ég lýst því, liáttvirti herra greifi, hversu kærkomið bréf yðar var
mér, einmitt eins og þér sjálfur segið, til minningar um það skeið „sem við
áttum saman“, því það er ekki aðeins pólitíska hliðin á þessum dögum, sem
ég minnist, heldur og ekki síður hin mannlega, ef ég má nefna hana svo. Hún
mun áreiðanlega standa mér fyrir hugskotssjónum, hvar sem leið mín liggur
og það sem skjólsæll áningarstaður á ævileið minni, sem reyndar er stutt, en
samt sem áður allrík að sálrænni reynslu, einkum vonbrigðum. Reynsla og
vonbrigði eru reyndar oftast eitt og hið sama. I þeim efnum hef ég tæmt bik-
arinn í botn hér í Frankfurt, það skal ég skýra fyrir yður síðar, og ef til vili
munnlega áður langt líður. Að þessu sinni get ég aðeins gefið yður í skyn að
meðmæli yðar með mér til Dirckink Holmfeldts baróns höfðu raunar viss á-
hrif, en alls ekki þau, sem þér höfðuð ætlazt til af velvild yðar. Ef til vill
hefur þetta þó allt verið undirbúið fyrirfram, og kannski hef ég haft með mér
önnur meðmælabréf eða þau síðar verið send Dirckink Holmfeldt, af sama
toga og bréfin, sem Hamlet fékk á sinni tíð með sér til Englands.
Nóg um þetta, sú almenna ályktun, sem hér af verður dregin, er sú, að að-
ferðirnar kenndar við Metternich, séu ekki horfnar af sviði stjórnmálanna.
Fyrir mig sem einstakling er þetta sérstaklega lærdómsríkt, og gagnsemi þess
fyrir mig svo rnikil, að nægir til þess, að ég sé ekki eftir ferð minni til Frank-
furt.
Enn kemur það til, að ég hef þó rétt fyrir mér í því, sem ég sagði við yður,
er við kvöddumst: „Þó reynt sé að lcoma mér á kné, verður það mér þó alltaf
einhvern veginn til happs.“
Grímur dvaldist í Frankfurt um þaS bil í þrjá mánuði. Honum
var tekið meS óvild af sendiherranum, Idolmfeldt baróni, sem af
einhverjum ástæSum leit svo á, aS Grímur væri þangaS sendur til
að njósna um embættisstörf hans. Ekki er unnt aS segja, hver þaS