Skírnir - 01.01.1973, Page 104
SVEINN BERGSVEINSSON
Bjarni Thorarensen - vinur ríkisins
Það hefur löngum þótt brenna við í íslenzkum fræðum, allt frá
fornbókmenntum og fram til nútíma, að kennarar og aðrir rýn-
endur hafi borið bókmenntirnar saman við sjálfar sig, þ. e. íslenzk-
ar bókmenntir innbyrðis.
Þó má segja, að í fyrirlestrum Sigurðar Nordals við Háskóla Is-
lands og sennilega eftirmanna hans hafi verið leitað út fyrir land-
grunnið, en tæpast farið út fyrir áhrif skálda á skáld. En áhrif á
skáld geta einnegin legið í lífsskoðun, sem menn tileinka sér á annan
hátt, og verður í sköpunaraugnablikinu að listtúlkun. Skáld getur á
unga aldri hrifizt af vissri hugmyndafræði (ídeólógíu) í samtíðinni
við menntun, utanferðir, lestur nútímaskáldverka o. fl. Eitt dæmi um
það er Bjarni Thorarensen.
Varla verða svo kenndar bókmenntir í skólum landsins, að þar
sé ekki fjallað um nokkur úrvalskvæði Bjarna, ég nefni sem dæmi
„Þú nafnkunna landið .. .“ Skýringar kennara við þetta stórmerka
kvæði eru þroskandi fyrir þá, sem meðtaka vilja. Kvæðið er skýrt
út frá skapgerð skáldsins (karlmennskunni) og lífsreynslu (t. d. í
dómaraembætti). Það er lítið farið út fyrir það svið. Ekki spurt,
hvaðan kom honum þessi lífsskoðun. Látið nægja, að hann var
aldamótamaður og föðurlandsvinur, aðhylltist einveldi og var mikill
aðdáandi Danakonungs, aðallega Friðriks 6. En er þá ekki athug-
unarvert, að eldri dómari, dómstjórinn og 18. aldar maðurinn
Magnús Stephensen, var einatt mildari í dómum sínum en assessor
Bjarni? Bjarni er ekki eins þroskaður að lífsreynslu og Magnús,
þegar hann kemur heim með hugmyndir sínar í löggjafar- og refsi-
málum, sem vissulega bera meiri keim af lífsskoðun við bóklestur
en reynslu.