Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 118
116
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
í óbundinni þýðingu Jóns Gíslasonar hljóðar þetta svo:
Guðina bið ég um lausn úr þessum nauðum. Ar og síð ligg ég hér á varð-
bergi á hallarþaki Atreifssona eins og hundur fram á lappir sínar. A næturþeli
skoða ég alþing stjarnanna og hina lýsandi lofðunga himins, sem skapa dauð-
legum mönnum sumar og kaldan vetur. Himintunglin sé ég ganga skínandi til
viðar og Ijómandi rísa.
Og enn er ég að skyggnast um eftir eldteikninu, blossanum, sem á að flytja
boð frá Tróju, fregn um töku borgarinnar. Svo býður drottningin. Þó að hún
ali kvenlegar vonir í barmi, þá er hún að viti og viljaþreki jafnoki karla.
Eg held, að engum, sem ber þessar þýðingar saman, blandist
hugur um að þýðing Jóns hefur þann stóra kost fram yfir þýðingu
Gríms, að hún er aðgengileg og læsileg og að myndirnar verða all-
miklu skýrari en undir hinum stirðbusalegu hendingum Gríms, og
má það teljast ekki svo lítill kostur, ef hafðar eru í huga allar þær
ólæsilegu þýðingar, sem gerðar hafa verið á slíkum verkum, eink-
um í bundnu máli.
En menn mega samt vara sig á því að draga þá ályktun af sam-
anburði þessara þýðinga, að óbundið mál hljóti hér að vera heppi-
legra en bundið, því í rauninni á hinn bundni háttur ekki að vera
til þess að gera orð skáldsins óskýrari, þvoglulegri og bitlausari,
heldur einmitt hið gagnstæða: skarpari, meitlaðri og beittari, sé
honum rétt beitt. Við verðum að viðurkenna, að Grimi Thomsen,
sem annars gat verið snilldarþýðandi, ef því var að skipta, hefur
ekki tekizt hér sérlega vel upp. Og óneitanlega hafa verið til þeir
þýðendur, sem hafa kunnað að beita hættinum eins og skáldið
sjálft: til að magna orðin og ljá þeim dramatískan þunga. Slíkar
þýðingar hafa því meira gildi en þýðingar á óbundnu máli, og vil
ég þar sérstaklega nefna þýðingu Droysens á þýzku. Og þótt það
sé tvímælalaust rétt að þýða sagnaskáldskap Hómers, Virgils og
Óvíðs á óbundið mál, þá ber þess að gæta, að ekki þarf það sama
að hæfa epískum skáldskap, sem byggist á hraðri frásögn ytri at-
burða, og dramatískum, sem er meira í ætt við lýriskan eða ljóð-
rænan skáldskap. Þar þurfa samtöl að hafa yfir sér vissan hugblæ,
sem hæfa hinum stórbrotnu persónum, enda er háttur söguljóða
ekki líkt því eins meðfærilegur á íslenzku og sá háttur, sem samtals-
þættir leikritanna eru ortir undir, og sem standa, eins og Aristóteles
segir, næst mæltu máli. Mönnum dettur heldur ekki í hug að þýða