Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 122
120
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
er að hugsa“, sem hæfa tæpast því hugarstríði, sem talað er um,
en yrðu eftir orðum frumtextans eitthvað á þessa leið: „Kvölin níst-
ir mig, og ég er að missa vitið.“ í þýðingunni á inngönguljóði
„Dreypifórnarfærenda“ stendur eftirfarandi setning: „Veraldarlán
seggir í hávegum hafa og valdi lúta, meta meir stundargengi ginn-
helg goð.“ Eg býst við, að það komi mönnum á óvart, eftir að hafa
lesið þessi hátíðlegu orð, að frétta það, að frumtextinn segir ein-
faldlega: „Velgengni er mönnunum guð og meira en guð.“
En sérstaklega eru þeir kaflar, sem hafa að geyma heimspekilegar
hugsanir, viðkvæmir í þýðingu. Vilji þýðandinn umskrifa þá, á
hann á hættu að leggja sína túlkun í texta, sem frá höfundarins
hendi getur verið margræður og torræður. Hjá Æskhýlosi eru marg-
ir slíkir staðir, enda túlkar hann gjarna heimspekilega þá atburði,
sem verk hans fjalla um.
í frásögn kórsins af fórn Ífigeníu koma þannig fram hugsanir,
sem skipta miklu máli fyrir merkingu leiksins. Einmitt í fórn
Ifigeníu felst höfuðsekt Agamemnons, og hún leiðir um leið hug-
ann að einni meginspurningu verksins: er maðurinn frjáls og ábyrg-
ur gerða sinna eða einungis leiksoppur æðri máttarvalda? Æskhýlos
hefur sterka tilhneigingu til að sætta bæði þessi sj ónarmið, og kem-
ur það einkum fram á þeim stað, þar sem hann lýsir ákvörðun
Agamemnons. Þar má í rauninni á hvorugt sjónarmiðið halla. í
þýðingu Jóns Gíslasonar er ákvörðun Agamemnons túlkuð á þenn-
an veg: „Glæpskan villir um fyrir dauðlegum mönnum. Hún hvet-
ur þá til óhæfuverka og sviptir þá ráði og rænu. Hún er undirrót
alls ills. Þess vegna gagntók hann forherðingin .. .“, en áður er
talað um að „hin járnkalda nauðsyn“ hafi „hneppt hann undir ok-
ið“. Þetta orðalag miðar mjög að því að draga úr ábyrgð Aga-
memnons, líkt og honum hafi ekki verið sjálfrátt. Hún yrði hins
vegar meiri, ef við reyndum að þræða orð frumtextans beinna og
segðum: „Hin vélráða, auma vitfirring, sem er undirrót ógæfunn-
ar, fyllir dauðlega menn dirfsku ...“ Þetta orðalag gæfi aðra mynd
af ákvörðun Agamemnons: það er ekki utanaðkomandi Glæpska,
guðlegrar ættar, sem blindar hann, heldur knýr hann óguðleg vit-
firringin (parakope), sem stígur upp úr brjósti hans sjálfs, eftir
að hann hefur beygt sig undir ofurvald ytri aðstæðna eða „ok neyð-
arinnar“ (ananke), og þannig mundi hann færast nær okkur, sem