Skírnir - 01.01.1973, Síða 128
126
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
SKÍRNIR
Þessi texti gefur óneitanlega viðhlítandi merkingu; Guðrún ber
hér saman sín verk og Bolla, og þau mega kallast misjöfn. Mat á
hennar verkum fer þó nokkuð eftir því hvaða merking er lögð í
‘tólf álna garn’ (í eftirritum Vatnshyrnu stendur ‘garn til xii alna’),
en þau orð hafa flestir skilið þannig að Guðrún hafi spunnið garn í
tólf álna voð,4 sem varla verður kallað lítið verk, þótt því verði
raunar ekki jafnað við það afrek að vega Kjartan Olafsson, einn
mesta kappa á Islandi. En þótt textinn í 226 gefi hér rökréttari og
betri merkingu en textar annarra handrita er ekki þar með sagt að
hann hljóti að vera frumlegur, enda bendir ýmislegt til að svo sé
ekki.
Þegar Guðrún spyr Bolla hversu framorðið væri, segir hann að
þá sé nær nóni dags; þá er orðið svo áliðið, að varla er eðlilegt að
tala um morgunverk, en þó má segja að það fái staðizt. Ef gert er
ráð fyrir að 226 hafi eitt allra varðveittra handrita sögunnar frum-
texta í þessum stað, verður að álykta að ritarar annarra handrita
hafi breytt skiljanlegum texta í torskildara mál, sem að vísu gerist
oft þegar ritarar mislesa, en leshættirnir ‘hermdar verk’, ‘hernadar
verkinn’ og ‘hefndarverkin’ geta ekki stafað af mislestri á morgin-
verkin. Sérstaklega er ótrúlegt að önnur handrit af Z-flokki (123 og
124) skuli ekki hafa hér sama leshátt og 226, ef það hefur varðveitt
frumtextann. Ef samt sem áður er gert ráð fyrir þessum möguleika
hefur þróun textans orðið að vera þannig: í glötuðu handriti sem
Y-flokkur (Mvb. og Vatnsh.), svo og hluti Z-flokks, væri runninn frá
hefur verið aukið inn orðunum mikil verða hermðar- (hernaðar- eða
hefndar-)verkin og eftirfylgjandi orðum síðan vikið við eins og er
gert í Vatnshyrnu: en misjofn morginverkin, þessi síðast töldu orð
síðan felld niður í handritum sem Möðruvallabók og 123 og 124
rekja rætur til, og mætti gera ráð fyrir að tveir skrifarar hefðu gert
það óháðir hvor öðrum. En þessi kostur er ófýsilegur og kemur illa
heim við ættarskrá handrita, eins og Kr. Kálund hefur sett hana
saman.
Mér virðist líklegast að ekkert handrit varðveiti hér frumtext-
ann, og leshættirnir ‘hermdar verk’, ‘hernadar verkin’ og ‘hefnd-
arverkin’ eigi allir rætur að rekja til mislesturs sem hafi komizt inn
í eitt af elztu eftirritum frumrits. Eg geri ráð fyrir að í frumriti
hafi orð Guðrúnar verið hermd þannig: