Skírnir - 01.01.1973, Síða 133
SKÍRNIR
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
131
að lýsa reglum um notkun þessa litla brots. Nákvæmasta og virðu-
legasta grein hugsunarfræðinnar, hin eiginlega rökfræði, lýsir
einkum notkun orðanna og, eða, ef, ekki, allir, sumir, enginn, en
þessi orð hafa það samkenni að vera fyllilega alhæf í þeim skiln-
ingi að við notum þau hvert svo sem umræðuefni okkar eða erindi
kann að vera. Aðrar greinar almennrar hugsunarfræði beina spjót-
um sínum að ýmsum sérhæfari orðum, og um tvö slík ætla ég að
spjalla áður en lýkur: huglœgni og hlutlœgni.
Ég gerði því skóna að öll fræði og vísindi séu á sama báti og
hugsunarfræðin sem fjallar ekki um hugsunina og fagurfræðin sem
fjallar ekki um fegurðina. Nú vildi ég mega herða á og segja að
styrkur og stolt allra fræða og vísinda sé einsýni þeirra eða þröng-
sýni. Einkunnarorð þeirra gætu verið ljóðlína Goethes sem ég er
því miður ekki maður til að þýða á íslenzku svo að mynd sé á:
In der Beschrankung zeigt sich erst der Meister.
Og því una fræðimenn þessari hugsýn Goethes um sönn meistara-
verk sem aðeins verði unnin innan þrengstu marka, að hún er
helzta forsenda þess að þeir geti komizt að nokkrum niðurstöðum
um hugðarefni sín og síðan að samkomulagi um þær, og þar með
leyft sér að vona að þeir hafi höndlað ofurlítið brot af sannleikan-
um. Onnur einkunnarorð skynsamlegra vísinda mætti hafa eftir
Isaac Newton: „Hvernig ég kem alþjóð manna fyrir sjónir, veit ég
ekki, en sjálfum virðist mér ég líkastur litlum dreng, sem lék sér á
sjávarströnd og fann stundum sér til gamans og gleði óvenjulega
gljáandi stein eða glitrandi skel, þar sem fram undan hvíldi ókann-
að hið mikla úthaf sannleikans.“3
Þar sem Newton kaus að hyggja að gljáandi steini og glitrandi
skel hafa aðrir viljað fara í ferð og sigla um sjóinn allan, gista
glæstar borgir og virða fyrir sér stórmerki þeirra staða, til að geta
sagt frá því síðar sem fyrir ber á torgi við höllina kóngsins og
margri ljótri krá. Slíkar fróðleiksferðir voru raunar köllun fræði-
manna um margar aldir. Sumir brutu skip sín. Aðrir settu saman
söfn furðusagna úr öllum heimshornum, og eins og John Gregory
læknaskólakennari í Edínborg komst að orði á 18du öld, höfðu
þeir þvílíkan áhuga á marghöfða dýrum að þeim gleymdist alveg
að til eru önnur sem hafa aðeins eitt.4 En síðan hafa upplýstir