Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 137
SKÍRNIR
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
135
Við þessu bregðast flestir á sama veg: þeir brosa og fara að tala
um annað. Þeir sárafáu sem verður annað fyrst fyrir vilja hins veg-
ar andmæla Einari, og nefna þá andmælum sínum til áréttingar
einhver útlend orð á stangli sem þeir segja að íslenzkan eigi engin
orð yfir. Og vel má vera að svo sé. En þessum mönnum sést oftast
yfir hitt að Einar segir ekki að orð sé á íslandi til um allt sem er
talað á jörðu. Hefði hann sagt það, hefði hann sem betur fer haft á
röngu að standa.
Með þessum orðum kynni einhver að ætla að ég vilji gera lítið
úr nýyrðasmíð og nytsemi liennar. Þeir sem það halda hygg ég að
átti sig ekki á því að flest nýyrðasmíð er ekki í því fólgin að búa
til orð, heldur í hinu að leita þeirra og finna þau ef guð lofar, stund-
um fleiri en eitt sem skeyta má saman. Þessu til skýringar má
kannski reyna að nefna dæmi. I niu Lærdómsritum Bókmenntafé-
lagsins sem út eru komin, eru að ég bezt veit aðeins tvö orð sem
hafa ekki séð dagsins ljós fyrr en þar. Þeim er ætlað að gegna sama
hlutverki og þýzka orðið ,pathogen‘, sem áður var þýtt með lýsing-
arhættinum ,sjúkdómsvaldandi‘ sem óneitanlega lætur illa í eyrum,
og ensku orðin ,exponential growth‘. Aðferðin var í báðum tilvik-
um sú að leita. í fyrra tilvikinu fundust orðin ,banvænn‘ og ,skað-
vænn‘ sem buðu heim orðinu ,meinvænn‘ um þau fyrirbæri mannlífs
og náttúru sem valdið geta meinsemdum á sál eða líkama. I síðara
tilvikinu var leitað eftir hversdagslegu fyrirbæri sem vex með þeim
hætti er stærðfræðingar kenna við föll af breytilegum veldisvísum,
en veldisvísir heitir ,exponent‘ á ensku. Þannig aukast eignir þeirra
okkar alla vega sem enn trúa því að græddur sé geymdur eyrir:
sparifé á bankabók vex með vöxtum og vaxtavöxtum. ,The techno-
logical exponential1, sem Frank Fraser Darling fjallar um í einum
kafla bókar sinnar Obyggð og allsnœgtir, heitir því á íslenzku
,vaxtarvöxtur tækninnar1. Föll af breytilegum veldisvísum er sjálf-
gert að nefna ,veldisföll‘ á íslenzku, svo sem tíðkazt hefur um nokk-
urt skeið. En ,veldisvöxtur‘ getur naumast komið í stað orðanna
,exponential growth1 í öllu samhengi; til dæmis mundi ,veldisvöxt-
ur tækninnar1 merkja allt annað fyrir íslendingi en ,vaxtarvöxtur
tækninnark Ég vil ekki lofa orðin ,meinvænn‘ og ,vaxtarvöxtur‘
nema fyrir eitt: enginn lesandi bókanna þar sem þau standa skrif-
uð léti hvarfla að sér að þau eru nýyrði. En hvað sem mönnum lízt