Skírnir - 01.01.1973, Page 141
SKIRNIR
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
139
vori úr æðri skólum á íslandi geti naumast heitið sendibréfsfærir á
móðurmálinu. Og þá auSvitaS ekki á öSrum málum, því eins og
Einar Benediktsson hefSi spurt: hvernig ætti maSur sem gefizt hef-
ur upp viS aS læra móSurmáliS aS geta náS tökum á útlendu máli
svo aS mynd sé á?
Eins og menn vita er trú séra Jónasar frá Hrafnagili á áhrifa-
mátt skólagöngu ekkert einsdæmi. AS vísu heyrist skólum og skóla-
kennurum sjaldan þakkaS þaS sem vert væri aS þakka þeim. En hitt
má heita alsiSa aS kenna þeim um flest eSa allt sem aflaga fer í
andlegu lífi, einkum þó þaS ef nemendur geta ekki lært. Því er þaS
nú orSiS ósjálfrátt viðbragS við umkvörtunum á borð við þær að
íslenzkri málmennt sé áfátt, að það sé ekki nema von vegna móður-
málskennslunnar sem sé undirlögð af málfræðistagli sem svo er
nefnt, eða þá af hvers konar hótfyndni um rétt mál og rangt. Ein-
hver hinna mörgu gagnrýnenda þessarar kennslu kynni til dæmis að
vilja minna á greinaflokk eftir ýmsa höfunda, marga þeirra í fremstu
röð málfræðinga, sem birtist í tímaritinu Samvinnunni sumarið
1971 undir fyrirsögninni „Tungan og tíminn“. Þar var að vísu ekk-
ert málfræðistagl og lítiS um varnir fyrir það. En ekki væri fráleitt
að skipa höfundum hinna ýmsu greina í tvo flokka: þá sem eru á
móti sögninni ,að brúka‘ og hina sem eru með henni, og eiga hinir
síðarnefndu til að krydda mál sitt með þeirri ágætu sögn og öðrum
dönskum sögnum, án þess þó að séð verði að það orðaval þjóni
öðrum tilgangi en að sýna dirfsku höfundar. En sleppum því: hvað
svo sem málsmekkur manna segir þeim um notkun danskra sagna í
íslenzku, þá er sú gagnrýni ekki fjarri lagi aS hér sé um tóman tittl-
ingaskít að tefla.
Það er vonandi ljóst af öndverðu máli mínu að ég tel með af-
brigðum ósanngjarnt að lasta íslenzkukennara og íslenzkufræðinga
fyrir þau hugðarefni sín sem nú eru nefnd. ASalsmerki fræða þeirra,
eins og minna og allra annarra, er andleysið. Þetta andleysi getur
birzt í tómleika tækninnar við greiningu orðflokka í eddukvæði.
Það getur líka birzt í því að þegar svo ágætum mönnum er ætlað
að fjalla um vanda íslenzkrar tungu á líðandi stund, þá verði ekki
annað fyrir þeim en vandi sem skilgreindur var - og leystur að
miklu leyti - af málhreinsunarmönnum 19du aldar. Um þennan
gamla vanda hafa þeir lært allt sem á annað borð verður um hann