Skírnir - 01.01.1973, Side 143
SKÍRNIK
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
141
III
Til þessa hef ég einkum haldið tvennu fram, að frátöldum skoðun-
um á einskorðun eða andleysi allra fræða og þeim tengdum efa-
semdum um áhrifamátt skólakennslu. Þetta tvennt er í fyrra lagi að
lítil von sé til að íslendingur sem getur ekki hugsað og skrifað á
móðurmálinu geti nokkurn tíma tamið sér að hugsa og skrifa á út-
lendu máli svo að mynd sé á, í síðara lagi að sá vandi íslenzks máls
og íslenzkrar hugsunar kunni að vera tilfinnanlegri en margur annar
þar sem við sértæk hugtök er að fást. Nú treysti ég mér ekki til að
rökstyðja þessar fullyrðingar svo að nokkurt bragð sé að, ef það er
þá yfirhöfuð hægt. En ég get freistað þess að vekj a hugboð um hvað
við er átt með þeim, og eins og fram er komið hyggst ég gera það
með því að taka dæmi af orðunum ,huglægur‘ og ,hlutlægur‘. I leið-
inni vonast ég til að geta varpað skírara ljósi en hingað til á það
sem felst í fyrirsögn þessa samsetnings: „Að hugsa á íslenzku“.
Orðin ,huglægur‘ og ,hlutlægur‘ voru leituð uppi í því skyni að
koma í stað útlendu orðanna ,súbjektívur‘ og ,objektívur‘ sem enn
er slett í íslenzku, máli og hugsun til næsta lítillar prýði. En hver
skyldi vera merking hinna útlendu orða? Þar kemur að langri og
flókinni sögu sem vitaskuld er ekki viðlit að sögð verði hér og nú.
Ég get einungis reynt að gefa til kynna hve flókin hún er með því
að drepa á örfá atriði.
Orðið ,súbjektívur‘ er dregið af latneska orðinu ,subjectum‘ sem
aftur er nafnorð af sögninni ,subjicio‘, ,að leggja undir‘. I hvers-
dagslegri latínu merkir ,subjecti‘ hið sama og ,þegnar‘ eða ,þý‘.
Þessu nafnorði gáfu Rómverjar aðra, heimspekilega merkingu: þeir
þýddu með því íðorð Aristótelesar ,to hypokeimenon‘ sem í hvers-
dagslegri grísku er svipaðrar merkingar og okkar orð ,undirstaða‘
eða ,grundvöllur‘. Þetta orð notaði Aristóteles í tveimur megin-
merkingum: annars vegar hafði hann það um efnislegan hlut til
aðgreiningar frá breytilegum eiginleikum hans eða myndum, hins
vegar hafði hann það í rökfræði sinni og málfræði um frumlag
setningar eða staðhæfingar til aðgreiningar frá umsögn og and-
lagi.13 Hin síðarnefnda merking orðsins ,súbjekt‘, og henni tengd
notkun orðsins ,objekt‘ um andlag setningar eða staðhæfingar, lifir
auðvitað enn í Evrópumálum. En þessi rökfræðilegu og málfræði-
legu hugtök skulum við láta liggja á milli hluta. Annað skulum við