Skírnir - 01.01.1973, Side 151
SKIRNIR
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
149
og ,hlutlægur‘ í þessari merkingu er stórlega varhugaverð. Eitt er
aS hún er bersýnilega villandi meS svipuSum hætti og skraf manna
um huglæg og hlutlæg sannindi er villandi svo sem á var minnzt.
Hitt er þó sýnu verra aS á meSan hugarburSur og heilaköst koma
huganum viS og rökstudd sannfæring og sannindi koma hlutunum
aS minnsta kosti svolítiS viS, þá á greinarmunur hugar og hluta
ekkert erindi í skilagrein um sértæk orS og hugtök. Þetta má meSal
annars ráSa af dæmum séra Arnljóts í Rökfræði um sértæk hugtök,
sem hann kallar raunar ,eintæmdir‘ fremur en ,sértök‘ og hafSi þó
sjálfur leitaS uppi orSið ,hugtak‘ sem ,sértak‘ er myndað til samræm-
is við. Meðal dæma hans eru hugtökin orsök, kraftur, tími, rúm,
ríki, réttlæti, þjóðvilji og þjóðfrelsi. Allt eru þetta sértæk hugtök,
og væntanlega er öllum ljóst hve fráleitt það er að telja nokkurt
þeirra huglægt fremur en hlutlægt: það liggur við að menn gætu
eins talið ausur svefnlausari en kálið sem í þeim er eða hagvöxt
morugri en sólarljós. Hér er að vísu of sterkt aS orði kveðið. En
alla vega stafar alvarleg ruglandi um eðli sértaka af því að kalla þau
,huglæg‘ eða ,óhlutstæð‘: til að mynda gefa dæmi Björns Guðfinns-
sonar til kynna að sértæk orð séu einkum orð um mannlegt sálarlíf,
mannshugann: ,ágirnd‘, ,reiði‘, ,elska‘.28
Tökum annað dæmi. Prófessor Sigurjón Björnsson gerir í hók
sinni Úr hugarheimi greinarmun á því sem hann kallar „huglæga
rannsóknaraSferð“ og ,,hlutlæga“. Hann lýsir hinum tveimur að-
ferSum á þessa leiS:
Huglæg aðferð er það, þegar sjúklingurinn (í þessi tilfelli) skoðar hug
sinn sjálfur og lýsir því, sem fram fer í sálarlífi sínu (sjálfsskoðun, introspec-
tion). Hlutlæg aðferð er hins vegar, þegar atferli einstaklingsins eða einhver
þáttur þess er athugað með vísindalega viðurkenndri rannsóknartækni (ex-
trospektion). Mælikvarði á hlutlægi er, að unnt sé að fá sömu niðurstöður, ef
rannsóknin er endurtekin með sömu aðferð og við sömu aðstæður.29
Hér villist Sigurjón á hinum þýzku hugtökum ,subjektiv‘ og
,objektiv‘ annars vegar og íslenzku hugtökunum ,huglægur‘ og ,hlut-
lægur‘ hins vegar. MeS þýzku hugtökunum má gera greinarmun á
afstæðri og algildri aðferð, og er þá sú aðferð kölluð algild sem
leitast við að lýsa staðreyndum einum og leiða þar með til sömu
niðurstöðu við sömu aðstæður.30 Með íslenzku hugtökunum má
hins vegar gera allt annan greinarmun á þeirri könnun huglægra