Skírnir - 01.01.1973, Side 152
150
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
fyrirbæra sera hver maður getur aðeins gert á sjálfum sér (ég einn
get sagt til um hvort og hvernig ég finn til) og hins vegar þeirri
könnun hlutlægra fyrirbæra sem menn geta gert jöfnum höndum á
sjálfum sér og öðrum sem og á gervöllu umhverfi sínu. Með því að
slá hinum þýzka og íslenzka greinarmun saman í eitt gerir Sigurjón
það að skilgreiningaratriði, án alls rökstuðnings, að sjálfskoðun
hljóti að vera afstæð og handahófskennd og algild rannsóknaraðferð
hljóti að einskorðast við athuganir á atferli fremur en á sálarlífi.
Og þetta þykir mér ótrúlegt að hann hafi ætlað sér, enda er það
mjög óskynsamlegt.31
Öllu alvarlegra dæmi áþekkrar ruglandi er að finna í stórmerkri
bók Brynjólfs Bjarnasonar, Lögmáli og frelsi. Þar ræðir Brynjólfur
á einum stað þá fornu spurningu hvort siðferði sé hverjum manni í
sjálfsvald sett, hvort það sé einstaklingsbundið eða afstætt eða hvort
kannski megi komast að almennum eða algildum niðurstöðum um
gott og illt. Þessum vanda lýsir hann svo að hann snúist um hvort
„hinn huglægi mælikvarði á siðferðisgildi mannlegra athafna . . . sé
hinn eini rétti“, en það segir hann að mundi „breyta öllu siðferðis-
mati í hreint handahóf, sem hver og einn getur lagt sinn skilning í“.
En hann spyr líka hvort „hinn eini rétti mælikvarði sé huglægur,
[hvort] það sé hugarfarið eitt, sem skeri úr um það, hvað sé rétt
og rangt“. Síðan segir hann:
Ég fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um, að dómur almennings í nokk-
urn veginn heilbrigðu þjóðfélagi, sem metur siðferðisstyrk manna og fórnfýsi
fyrir það, sem þeir telja góðan málstað, en fordæmir hina, sem svíkja hann,
enda þótt báðum skjátlist um hlutverulegt gildi hans, er tvímælalaust réttur.
En af því leiði ég ekki þá ályktun, að hinn huglægi mælikvarði á siðferðis-
gildi mannlegra athafna án allra tengsla \dð hlutveruleikann sé hinn eini rétti.
Það væri mikil firra, sem mundi slíta siðferðisgildin úr tengslum við veruleik-
ann og hið veraldlega líf mannsins, svipta þau öllu gildi sínu fyrir mannlífið,
breyta öllu siðferðismati í hreint handahóf, sem hver og einn getur lagt sinn
skilning í. Mannlegur siðferðisstyrkur og fórnfýsi er dýrmætasta gildi mann-
legs samfélags og það verðmæti glatast ekki, þótt manninum skjátlist ... Þetta
er ekki huglægur prófsteinn heldur hlutverulegur, samfélagslegur, vegna gildis
hans fyrir mannlegt þjóðfélag, mannlega sögu, mannlegar framfarir og þróun
til betra lífs. Það er ekki hægt að aðskilja hið huglæga og hlutlæga eins og
engin tengsl væru þar á milli.32
Afstæðisvanda Brynjólfs lýsa Þjóðverjar með orðunum ,sub-
jektiv‘ og ,objektiv‘: á þýzku merkir ,Subjektivismus‘ þá afstæðis-