Skírnir - 01.01.1973, Page 175
173
SKÍRNIR HVERJIR SÆKJA LEIKHÚS?
hún getur leitt til aukins skilnings á misjöfnum lífsskilyrðum, sem
mönnum eru búin.
Menn sækja leikhús af því að þeir hafa áhuga á því. Ollum er
velkomið að kaupa sér miða og ganga inn. Þetta er óneitanlega
rétt, en hitt er jafnrétt, að stefna leikhússins, sem birtist í verk-
efnavali, kynningarstarfsemi og öðru, ræður mjög miklu um hverjir
leita á vit leikhússins.
Af hreinum ytri skilyrðum þess að fólk komi í leikhús má nefna
þær kröfur, sem menn gera til klæðaburðar sjálfra sín og annarra
í leikhúsinu:
TAFLA8
Viðhorf til hversdagsklœða í leikhúsi. Eftir kynjum.
Karlar Konur Samtals
Jákvætt svar 15,3% 7,0% 10,6%
Tekur ekki afstöðu 7,6% 6,1% 6,8%
Neikvætt svar 68,6% 79,5% 74,7%
Osvarað 8,5% 7,4% 7,9%
100,0% 100,0% 100,0%
Eins og 8. tafla gefur til kynna, telur mjög skýr meirihluti svar-
endanna óviðeigandi að koma hversdagsklæddur í leikhús. Ef við
lítum eingöngu á þann hluta gesta, sem tekur afstöðu gagnvart
spurningunni, eru 88% svara neikvæð gagnvart hversdagsklæðum,
en 12% jákvæð.
Ekki er þó alls kostar sama hvert húsið er:
TAFLA9
Jákvœtt viðhorf til hversdagsklœða í hvoru leikhúsi. Eftir kynjum.
Karlar Konur
í Þjóðleikhúsinu 13% 5%
í Iðnó 22% 9%
Þótt hversdagsklæðin eigi upp á pallborðið hjá hvorugum hópn-
um, þá er jákvæði hópurinn nær helmingi stærri (hlutfallslega) í
Iðnó heldur en í Þj óðleikhúsinu.