Skírnir - 01.01.1973, Page 189
SKÍRNIR
BOÐSKAPUR í BÓKMENNTUM
187
Úrtakinu var skipt í fimm félagshópa eftir stöðu fyrirvinnu:
1) atvinnurekendur (A-hópur)
2) embættismenn o. fl. (E-hópur)
3) skrifstofufólk (S-hópur)
4) bændur og fiskimenn (BF-hópur)
5) verkafólk (V-hópur)
Hver hópur tekur til fjölskyldufeðra, húsmæðra, námsfólks og gam-
almenna. Samkvæmt þessu eru „aðalmenn“ í lsta hóp fólk sem hefur
sjálfstæðan atvinnurekstur með höndum, í 2rum hóp fólk sem vinn-
ur sjálfstæð ábyrgðarstörf í opinberri stöðu eða annarstaðar, en í
3ja hóp óbreytt skrifstofufólk sem starfar í annarra þjónustu og
undir annarra stjórn. í 4ða og 5ta hóp er hins vegar fólk sem vinn-
ur erfiðisvinnu, sumpart í sjálfstæðu starfi, bændur og fiskimenn,
en sumpart verkafólk í annarra þjónustu.
Lesendur skiptast í félagshópa sem hér segir:
Lesendur: Félagshópar:
A E s BF V
Lesa mikið 37% 45% 33% 24% 22%
AS staðaldri 35% 42% 34% 43% 37%
Oðru hverju 16% 10% 21% 17% 24%
Lesa ekki 12% 4% 12% 15% 17%
AUs 100% 101% 100% 99% 100%
94 278 255 181 381
Eins og sjá má er mest lesið í E-hópnum, þar eru þeir flestir sem
lesa mikið, en harla fáir lesa alls ekki bækur. Næst kemur A-hópur-
inn þar sem ívið færri lesa mikið, ívið fleiri lesa ekki. Minnst er
lesið í V-hóp, þar eru þeir tiltölulega fæstir sem mikið lesa, flestir
sem ekki lesa. Enn gleggri verður munurinn ef saman er talinn
fjöldi þeirra sem lesa mikið og lesa að staðaldri í hverjum hóp fyrir
sig. í E-hóp eru þeir 87%, A-hóp 72%, S og BF-hóp 67%, V-hóp
59%. Þannig sýna þessar tölur að glöggur félagslegur munur er á
bóklestri manna í Noregi - eins og raunar einnig annarri þátttöku í
menningarlífi. Fólk af alþýðustétt les minnst, en mest er lesið í
borgarastétt. En jafnframt sýna tölurnar að þessi munur er minni
í Noregi en mörgum öðrum löndum í Evrópu. I viðlika athugunum