Skírnir - 01.01.1973, Page 195
SKÍRNIR
BOÐSKAPUR í BÓKMENNTUM
193
ars hvernig standi á því að söguhetjan býr við sult og seyru í sög-
unni. I öllum félagshópum reyndist meirihluti lesenda á því að þetta
væri kringumstæðunum, samfélagslegum ástæðum að kenna. En
þessi meirihluti var tiltölulega lítill í A- og E-hóp, þar sem margir
lögðu meira upp úr eiginleikum og innræti sögumanns, tiltölulega
mikill í V-hóp þar sem mest var lagt upp úr kreppu og atvinnuleysi
sem valdið hafi örlögum hans.
Verk eins og Sultur er ef til vill ekki að öllu leyti heppilegt við-
fangsefni í könnun eins og þessari. En eftirtektarverðari voru við-
brögð lesenda við Medmenneske eftir Olav Duun, annarri klassískri
norskri skáldsögu.
Sagan er sveitalífssaga, gerist um aldamótin í sjávarbyggð í
Þrændalögum. Sagan hefst er bóndinn á bænum, Diðrik, kemur
heim frá Þrándheimi þar sem hann hefur beðið lægri hlut í mála-
ferlum. Diðrik freistar þess að ná með brögðum og undirferli yfir-
ráðum yfir sögunarmyllu á staðnum, en það mundi auka mjög á
veg og völd hans, bæði heima fyrir og í sveitinni. En þetta verður
til að hann kemst í ósátt við heimafólk sitt, einkum Hákon son sinn
og Ragnhildi konu hans í fyrstu, og síðan einnig sveitungana. Sög-
unni lýkur á því að Ragnhildur verður Diðriki að bana með því að
kasta öxi í höfuðið á honum. Hún játar á sig verkið fyrir Hákoni
sem krefst þess að hún gefi sig fram við yfirvöld og taki út refsingu
sína. Að svo búnu hverfur Ragnhildur á burt úr sveitinni, og sög-
unni lýkur.
Sagan er sögð í þriðju persónu, lýsir með dramatískum hætti har-
áttu og átökum sögufólksins sem lúta sínum eigin lögmálum og innri
rökvísi. Atburðarásin snýst um afstöðu sögufólks sín í milli og
þróun hennar, baráttu upp á líf og dauða áður en lýkur.
í mati lesenda á drápinu á Diðriki kemur fram eftirtektarverður
munur á viðhorfum manna úr mismunandi félagshópum. Hér verð-
ur einkum fjallað um svör þátttakenda við þremur spurningum:
1) Var það rétt gert að drepa Diðrik?
2) Gat Ragnhildur komizt hjá því að verða honum að bana?
3) Var réttmætt að krefjast þess að Ragnhildur gæfi sig fram til
refsingar?
Svör þátttakenda við þessum spurningum skiptust sem hér segir:
13