Skírnir - 01.01.1973, Page 218
216
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
og stjórnar hans. Norðmenn fýsti því að vita um viðhorf Breta-
stjórnar, og hvort hún mælti með viðurkenningu lýðveldisins.16
Ákvörðun norsku stjórnarinnar að fylgja fordæmi Breta og
Bandaríkjanna — hvað sem eigin tilfinningum leið — stafaði af
nauðsyn. Að fenginni viðurkenningu stórveldanna var smáríkjum
ekki stætt á því að neita tilveru lýðveldisins. Bróðurtilfinning Há-
konar konungs varð að víkja fyrir raunveruleikanum. Noregur og
Svíþjóð megnuðu ekki að halda uppi „sjálfstæðri“ stefnu í þessu
máli, ef hún stríddi gegn skoðun stórveldanna. Bretar tilkynntu
sendiherra sínum hjá norsku stjórninni, að ekki kæmi annað til
greina en að viðurkenna lýðveldið.17
V. ÞÁTTUR KAUFFMANNS OG
CHRISTMAS MÖLLERS
Reventlow herti róðurinn gegn viðurkenningu á íslenzku lýð-
veldi, er vilji konungs opinheraðist í hoðskapnum til íslendinga.
Aðra sögu er að segja af starfshróður greifans í Washington. Kauff-
mann sendiherra var merkisheri í andspyrnunni gegn hernámi Dan-
merkur og einn aðalleiðtogi frjálsra Dana. Meðal dönsku sendi-
mannanna, sem hér er getið, hafði Kauffmann löngum sérstöðu.
Ekki verður séð, að hann hafi nokkru sinni beitt áhrifum sínum í
Washington til að hamla á móti lýðveldisstofnun.1 Þegar hugmynd-
in um tilmæli Bandaríkjastjórnar kom til umræðu í Washington í
júlí 1942, var Kauffmann þar hvergi viðriðinn.* Þetta breytir vita-
skuld ekki þeirri staðreynd, að Kauffmann var fylgjandi samhandi
íslands og Danmerkur. Kosning ríkisstjóra í maí 1941 var honum
hryggðarefni, og hann harmaði þá, að Islendingar skyldu hrófla
við sambandinu meðan á hernámi Danmerkur stæði. Kauffmann
sagði Thor Thors, að uppsögn konungssambandsins myndi valda
sér mestu vonhrigðum, enda myndi hún auka á raunir Kristjáns
X.2
I ársbyrjun 1944 afhenti Kauffmann Bandaríkjamönnum grein-
argerð um sambandsmálið frá dönskum sjónarhóli. Sendiherrann
lýsti því yfir við þetta tækifæri, að „danska þjóðin væri andstæð
niðurfellingu sambandslaganna með einhliða aðgerðum, en hann
* Kauffmann var um þetta leyti á ferðalagi vestur við Kyrrahafsströnd.