Skírnir - 01.01.1973, Page 235
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
233
Bandaríkjamönnum vegna íslands. Vilhjálmur Þór tjáði Shepherd,
að starfsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington hefði sagt Thor
Thors í trúnaði, að Bretar hefðu reynt að hafa Bandaríkjamenn
ofan af skipun sérstaks erindreka. Vilhjálmur sagði, að ef satt væri,
teldist þetta í miklu ósamræmi við viðurkenningu Breta á lýðveld-
inu og erindrekstur Shepherds. Bað utanríkisráðherra sendiherrann
um skýringu. Nærri má geta, að Shepherd hefur orðið forviða á
þessari uppljóstrun. Hann rak þó ekki í vörðurnar, enda fullviss
um, að eyru utanríkisráðherra yrðu galopin fyrir hvers konar skýr-
ingum. Það rifjaðist upp fyrir Shepherd, að þeir Vilhjálmur og
Thor væru litlir vinir. Utanríkisráðherra kynni að eiga þá ósk heit-
asta „að ég neitaði sannleiksgildi skýrslu síðarnefnds og íærði hon-
um þar með þægilegt vopn upp í hendurnar gegn Thors“. Shepherd
ákvað því, að bezta ráðið væri „að hagræða frásögninni af því sem
gerzt hefði í raun og veru“. Shepherd tók því næst til að rekja
skipti Bretlands og Bandaríkjanna af lýðveldismálinu frá því í
maí 1944. Mátti skilja af tali hans, að Bretland hefði þar reynzt
hollur velgjörðamaður Islands. Því væri samt ekki að leyna, að
vegna „náins sambands brezku og dönsku konungsfjölskyldunnar
og djarfmannlegrar og virðulegrar framgöngu Kristjáns konungs“
hefði Bretum verið í mun að gera ekkert á hluta hans. Danir væru
líka orðnir hálfgildings bandamenn Bretlands. Bretastjórn hefði
því bent Bandaríkj amönnum á, að ef þeir skipuðu sérstakan erind-
reka, yrðu Bretar að gera slíkt hið sama. Þetta kynni að móðga
Kristján X. og þjóð hans. Þessi afstaða fæli ekki í sér neinn fjand-
skap í garð íslenzka lýðveldisins, sem hefði verið viðurkennt snar-
lega og óhikað.
Utanríkisráðherra gerði sig fullkomlega ánægðan með þetta svar
og kvaddi Shepherd með innilegu handtaki.5
Uppljóstrunin í Washington þótti versta trúnaðarbrot í London.
í hrezka utanríkisráðuneytinu kvörtuðu menn sáran undan þessu
„óþverrabragði“ (dirty trick) Bandaríkj anna. Uppljóstrunin var
talin runnin undan rifjum bandaríska utanríkisráðuneytisins og
bera vott um fjandsemi í garð Breta. Shepherd var álitinn hafa sýnt
hugkvæmni við að komast úr klípunni. Warner deildarstjóri „Norð-
urdeildar“ ákvað að færa mál þetta í tal við kunningja sinn í
bandaríska sendiráðinu í London. Er kunninginn, John W. Gallman