Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 238
236
ÞOR WHITEHEAD
SKÍRNIR
reikning. Örðugra er að meta þátt Fontenays í að koma af stað til-
mælum Bandaríkjamanna 1942. Ekki er að sjá, að Fontenay hafi
beinlínis borið fram ósk um afskipti Bandaríkjanna, enda var það
ekki í hans verkahring sem sendiherra á Islandi. Sú aðferð, sem
Fontenay viðhafði einatt í skiptum sínum við Breta og Bandaríkja-
menn, var að „fræða“ eða „ráðfæra“ sig við starfsbræður sína
í Reykjavík. Fontenay gekk mun betur að vinna sendiherra Breta
og Bandaríkjanna á sitt band en íslenzkum ráðamönnum að sann-
færa þá um réttmæti lýðveldisstofnunar. Fontenay tókst að beita
fyrir vagn sinn á ýmsum tímum þeim Howard Smith, MacVeagh og
Shepherd, þótt með misjöfnum árangri væri. Það liggur í augum
uppi, að MacVeagh var undir sterkum áhrifum Fontenays, er hann
sneri til Washington sumarið 1942. Heimkoma MacVeagh til
Bandaríkjanna, skýrsla hans og samtöl við yfirboðara sína, marka
upphafið að afskiptum Bandaríkjanna.
Tilmælin 1942 voru endirinn á beinum afskiptum stórveldanna
tveggja af lýðveldismálinu. ítrekaðar tilraunir þeirra Fontenays og
Reventlows til að fá þau til að skerast í málið á nýjan leik voru
árangurslausar. Þær voru andstæðar hagsmunum stórveldanna og
því dæmdar til að misheppnast. Með þeim lauk einnig merkum
kafla íslandssögunnar. Erlent konungsvald á íslandi hafði runnið
skeið sitt á enda.
TILVÍSANIR
I. INNGANGUR
1 „ViS stígum nú hiklaust síðasta skrefið í sjálfstæðismálinu", Morgun-
blaSiS, 12. júní 1942.
II. ERLEND AFSKIPTI 1941-1942
1 Athugasemdir (Minutes), Sir John Dashwood, Laurence Collier, E. 0.
Coote, 5.11; 28.12. 1940, Foreign Office Papers 371/24790/N 7032/7032/15
(Öll skjöl brezka utanríkisráðuneytisins, sem vitnað verður til, eru úr
flokknum FO 371), Public Record Office (PRO), London.
2 Smith til Halifax, utanríkisráðherra, 14. des. 1940, ibid.
3 Skýrsla um samtal við Reventlow, Collier, 31. jan.; 1. febr. 1941. Anthony
Eden, utanríkisráðherra, til Smith, 3. febr. 1941, 29311/N398/398/15, PRO.
4 Smith til Eden, 10. febr. 1941, 29311/N 892/398/15, PRO.