Skírnir - 01.01.1973, Page 249
SKÍRNIR
SÍLDARSAGA
247
hættulegir, og þyrfti fólk ekki að óttast um líf sitt þó að þaS færi eftir auglýs-
íngunum; afturámóti mætti reiSa sig á aS þegar slagsmálahundar og þektir
innbrotsþjófar skrifuSu í blöSin, þá notuSu þeir einlægt dulnefnin Þriggja
Barna MóSir í Vesturbænum, Kona fyrir austan fjall, eSa EinstæS MóSir;
því væri betra aS vara sig á slíkum textum. (123-124)
Lesandinn fær stundum ábendingar um hvernig eigi aS lesa og
skilja ýmis blaðaskrif frá þeim dögum. Við grein sem vitnað er í
um geitina í Djúpvík, er gerð svohljóðandi athugasemd:
Þegar svona textar komu í blöSum hér áSur þá var ævinlega veriS aS
sneiða aS einhverjum stjórnmálamanni meS aðferðum léðum úr Sýmbólsku
Stefnunni, og áttu uppruna sinn í dæmisögum Esóps. Aðeins nákunnugir menn
í plássinu gátu rent grun í að hverjum væri veriS að sneiða. (140-141)
Margir velþekktir atburðir í atvinnulífi og stjórnmálum aldar-
innar eru teknir til meðferðar, alltaf auðvitað í skoplegu ljósi:
minkar sem komast aldrei í verð sem skinnavara, heldur ganga
kaupum á milli „loðbænda“ sjálfra, ef dýrin eru þá ekki látin laus
til að eyðileggja fuglalíf landsins; eða glerverksmiðja sem er að
því leyti einstæð í heiminum að glerið vill ómögulega tolla saman.
Og svo framvegis.
En umfram allt er Guðsgjafaþula saga síldarinnar fram að „falli
norðurlandsstofnsins“ (183) - en orðasamband þetta, segir sögu-
maður, birtist í fyrsta sinn í heimild hans, Síldarsögu minni. Aukin
velmegun þjóðarinnar hefur að verulegu leyti orðið samfara hyrjun
og uppgangi síldveiðinnar, einsog þessu tímahili er lýst í kostulegri
svipmynd:
Uppgötvun síldarinnar af hálfu svía og norðmanna fyrir norðurströnd Is-
lands bar uppá sama tíma og hugarfarslegt blómaskeið aldamótanna, æsku-
daga þeirra manna sem kallaðir voru vormenn Islands. Þessir menn voru gull-
aldarhetjur endurbornar sem hugsjónamenn úngmennafélagar endurfæðíngar-
menn og ættjarðarvinir sem aungvu eirðu fyren landið var farið að rísa og
þeir sjálfir orðnir embættismenn gróssérar og þjóðskáld.
Það voru þessir rnenn sem dubbuðu síldina til „gullnámu" Islands, sem lesa
má í ofannefndri Síldarsögu bls. 110. (83-84)
En þótt einkennilegt megi virðast, hefur þessi sjávarskepna sem
slík verið í heldur lágu áliti hjá íslenzku þjóðinni: „I augum ís-
lendínga var síld alger hallærismatur sem aumíngjum einum datt í
hug að leggja sér til munns“, óþverri „sem einginn ærlegur íslend-