Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 259
SKÍRNIR
ANDMÆLARÆÐA
257
ustu árum gengið' mjög langt í því að telja vísur í íslendingasög-
um ungar, og efasemdir annarra hvetji menn til varfærni til að trúa
ekki í blindni því, sem sögurnar segja sjálfar eða eldri fræðimenn
hafa haldið fram (bls. 107). Það kapp, sem doktorsefni leggur á
að telja vísurnar réttilega eignaðar Þormóði, jafnvel þótt hann full-
yrði ekkert um það, leiðir hann í nokkrar ógöngur við leit að rök-
semdum.
Doktorsefni ber saman sérkenni Þorgeirsdrápu og lausavísna og
dregur þá ályktun, að „munur á orðavali almenns máls í drápu og
vísum er ekki svo mikill að gera þurfi ráð fyrir fleiri en einu skáldi
af þeirri ástæðu“ (bls 110). Þessi niðurstaða er án efa rétt, en spyrja
má, hver þyrfti munurinn að vera í orðavali til þess að niðurstað-
an yrði ekki sú sama? Hér er um að ræða dróttkvæðar vísur með
fastbundið kenningakerfi og skáldamál (sbr. um kenningarnar bls.
109-110), og vissulega má alltaf gera ráð fyrir þroska skálds, er
leiði til nýs orðavals og tjáningarháttar. Gætum við ekki tekið vel-
flest dróttkvæð skáld, borið vísur þeirra saman og komizt að sömu
niðurstöðu? Um drápuna komst Guðbrandur Vigfússon svo að orði,
að hún væri „nothing but dry, tasteless and intricate conglomerates
of high-sounding words, mere butcher’s bills, and far too unpoetic
elaborate and styieless to have lived in people’s memories, and have
been handed down fram S. Olave’s time“ (bls. 105). Dómur þessi er
líklega í harðara lagi, en því verður ekki neitað, að Þorgeirsdrápa
er fremur ópersónulegt kvæði, að vísu talar Þormóður mikið um
hreysti og harðfengi Þorgeirs, en saknaðarkennd eftir fallinn fóst-
bróður bregður vart fyrir. Auðkennaleysi og svipleysi drápunnar
veldur því, að erfitt yrði um vik að sanna, að önnur ákveðin drótt-
kvæðaskáld hefðu ekki getað ort hana — sé miðað við orðaval eitt.
Doktorsefni segir: „Hitt er meira að marka, að ýmis einkenni
Þorgeirsdrápu koma fram í sumum lausavísnanna og benda þá til
eins höfundar að hvorutveggja“ (bls. 110).
Til samkenna Þorgeirsdrápu og lausavísna telur hann fyrst
skáldamál og skáldlegt orðfæri. Fyrst bendir hann á, að heiðnar
kenningar (nafn heiðins goðs í stofni) komi fyrir í báðum flokk-
um svo sem hafstóðs-Móði (2v.), eggveðrs-Ullr (24v.). Doktorsefni
bendir á, að þetta sé almennt einkenni og sýni aðeins, að skáldið geti
verið það sama. Þetta er auðvitað rétt, en í þessu sambandi má minna
17