Skírnir - 01.01.1973, Page 263
SKIRNIR
AND MÆLARÆÐA
261
Þar sem doktorsefni leitast við að kveða á um aldur Fbrs., er
hann knúinn til þess að kanna afstöðu Fbrs. til Olafssagnanna, því
að ritunartími hennar hefur fengizt út frá þessum rittengslum. Sam-
band Ólafssagnanna er fjarskalega flókið mál, jafnvel með erfið-
ustu úrlausnarefnum í íslenzkri textafræði, enda koma inn í dæmið
glataðar sögur, sögur í brotum, styttar sögur og samsteypur. Um
þetta hafa ókjör verið skrifuð og sitt sýnzt hverjum. Rannsókn Ól-
afssagnanna tekur yfir 70 bls. og má með nokkrum sanni segja, að
hún sé þungamiðja ritsins. Niðurstaða doktorsefnis er þessi:
ÁGRIP (um 1190)
I
ELZTA SAGA (um 1200)
Helgisaga Fagurskinna Styrmir ÓH
(öndv. 13. öld) (um 1220) (öndv. 13. öld)
Snorri ÓH Fbrs.
(um 1230) (ofanv. 13. öld)
Hér skilur á milli, að doktorsefni telur ekki rök til þess að gera
ráð fyrir þeirri sérstöku gerð Ólafssögunnar, er Nordal nefndi
Miðsögu og væri aukin frá Elztu sögunni með Ágripi og Fbrs.
Þess í stað leysir doktorsefni Miðsögu af hólmi með Elztu sögu,
sem sameiginlegu forriti Helgisögu og Ólafssögu Styrmis.
Kjarni vandamálsins er fólginn í aldri Elztu sögu. Bæði G. Storm
og Nordal töldu hana svo gamla, að hún hlyti að vera eldri en Ágrip.
Nú hagar svo til, að frásagnir úr Ágripi eru auðsæjar bæði í Helgis.
og hjá Snorra, og var því rökrétt ályktun hjá Nordal, út frá aldri
Elztu s., að til hefði verið sérstök gerð Ólafssögunnar með íauk-
um úr Ágripi og verið sameiginleg heimild bæði Helgis. og Ólafs
s. Styrmis.
Tækist að sýna fram á, að Elzta s. væri mun yngri en ætlað hefur
verið eða frá því um 1200 og Ágrip gæti þannig verið heimild
hennar, væri Miðs. með öllu óþörf sem milliliður, og þá tæki Elzta
s. sæti hennar. Tímasetning Elztu s. er því grundvallaratriði fyrir
niðurstöðu doktorsefnis.
En jafnvel þótt doktorsefni auðnaðist ekki að sýna fram á með