Skírnir - 01.01.1973, Síða 266
264
BJARNI GUÐNASON
SKÍRNIR
sama er að segja um orömyndir eins og es (fyrir er), þars (fyrir
þar es), samandregnar myndir eins og emk og mælak og dæmi um
frásögn í 1. p. og et. Loks er frásagnarlistin með svo frumstæðum
brag, að líta verður svo á, að smíðalýtin stafi ekki einvörðungu af
því, að hér sé um frumsmíð höfundar að ræða, heldur - og miklu
fremur — að hér sé ný bókmenntagrein að vaxa úr grasi: konunga-
saga á íslenzku þar sem sagt er frá löngu liðnum atburðum.
Ég er ekki alveg sáttur við það að skipa Morkinskinnu á sama
bás og Elztu s., eins og doktorsefni (bls. 164^65). Mér finnst Morkin-
skinna sýna verulegan þroska í konungasagnagerð. Hún er eins og
kunnugt er, samsteypa eldri konungasagna, og Snorri tekur stund-
um úr henni heila kafla í síðasta þriðjungi Heimskringlu, án þess
að hagga nokkru sem nemur. Mér er til efs, að Snorri hefði fellt
langa kafla úr Elztu sögu inn í rit sitt með þeim hætti. Mér þykir
með öðrum orðum Elzta s. mun fornlegri, — en þetta er kannski
smekksatriði.
Niðurstaða doktorsefnis - að ekki sé unnt samkvæmt þróunar-
stigi málsins á brotunum 6, að ákvarða, hvort Elzta s. sé fremur rit-
uð á tímabilinu 1160-85, eins og Nordal taldi, eða skömmu eftir
1190, eins og doktorsefni hugsar sér - er án efa rétt. Þannig stönd-
um við frammi fyrir þeirri staðreynd, að við getum ekki fullyrt út
frá máleinkennum Elztu s. né raunar öðrum auðkennum hennar,
hvort hún sé eldri eða yngri en Ágrip. Það þarf þá að leita annarra
röksemda til að skera úr því.
Þennan rökstuðning sækir doktorsefni til rittengsla Fagurskinnu
við Elztu s. og Helgisöguna.
Um Helgis., sem er norsk, get ég verið stuttorður. Doktorsefni er
í flestu sammála Nordal um einkenni hennar og stöðu meðal Olafs-
sagnanna. Báðir eru á því að Helgis. og Ólafs s. Styrmis séu runnar
frá sama forriti, þótt þeir nefni það annars vegar Miðsögu og hins
vegar Elztu sögu.
Talið er, að rit það, er nefnist Kristniþáttur hafi verið fleygað
inn í bæði Heimskringlu og Helgis., en þáttur þessi er að miklu
leyti samhljóða í báðum ritum eða óstyttur í Helgis.
Doktorsefni bendir á sameiginlegt stíleinkenni með Elztu s. og
Helgis., þ. e. hina tíðu og óhóflegu notkun á smáorðinu nú. Kemur
þar fram hinn mikli skyldleiki textanna, og með talningu á þessu