Skírnir - 01.01.1973, Page 267
SKÍRNIR
ANDMÆLARÆÐA
265
smáorði sýnir doktorsefni á skemmtilegan hátt, að Kristniþáttur
virðist vera af öðrum uppruna en mál Helgisögu á undan og eftir
þættinum.
Það hefur lengi verið ljóst, að frásögn Fagurskinnu af Olafi
helga stendur í nánum rittengslum við Elztu s. og Helgis. Almennt
hefur verið talið, að Fagurskinna styðjist við Ólafs s. Styrmis.
Doktorsefni kannar stöðu Fagurskinnu meðal Ólafssagnanna, og af
mjög nákvæmum samanburði hennar við Elztu s. og Helgis. kemst
hann að þeirri athyglisverðu og sennilegu niðurstöðu, að Elzta s.,
sem feifar eru af í Oslóarbrotunum 6, Helgisagan og Fagurskinna
eigi allar sameiginlegt forrit. Elzta s. sé þá örlítið stytt gerð frum-
sögunnar, Helgisagan styttri og Fagurskinnukaflinn stytztur. Stund-
um standi tveir textar gegn einum, og Fagurskinna hafi í stöku til-
felli fyllri texta. I öllum þessum textum komi fram frásagnir ur
Ágripi, þannig að Ágrip hafi verið heimild hinnar glötuðu frum-
sögu, sem sé þá yngri en frá 1190, og því sé ástæðulaust að gera
ráð fyrir glataðri Miðsögu.
Um þetta er vert að segja nokkur orð. Talið er, að Oddur Snorra-
son hafi ritað sögu sína af Ólafi Tryggvasyni um 1190 og má þá
telja víst, að til hafi verið saga af Ólafi helga. Kemur það óbeint
fram í formála Odds, en til þess liggj a einnig almenn söguleg rök.
Kirkjan hlaut að sjá til þess, að halda að mönnum klerklegum
fræðsluritum og áróðursritum um dýrlinginn. Snemma varð til
Translatio Sancti Olavi (upptaka heilags Ólafs), miracula (jar-
teinabók), passio (píningarsaga) og loks vita (lífssaga). I íslenzk-
um heimildum, munnmælasögnum og hirðkvæðum voru til ærin
söguefni. Hins vegar voru sagnir af Ólafi Tryggvasyni fáskrúðugar,
og má sjá í riti Odds, hvernig munnmælasagnir um dýrlinginn eru
færðar yfir á nafna hans Tryggvason.
Doktorsefni er sömu skoðunar, en bendir á, að margar konunga-
sögur hafi glatazt, og það sé alls ekki sjálfsagt mál, að Ólafssögu-
brot, sem koma í leitirnar í Noregi á 19. öld, séu einmitt úr þeirri
sögu, sem Oddur kann að hafa þekkt (bls. 162). Ef um aðra eldri
Ólafs sögu hefur verið að ræða, gæti hún þá ekki hafa verið heim-
ild Elztu s.?
Þar sem hvorki er til tangur né tetur af Miðsögunni svonefndu,
má það segjast kostur að taka hana af lífi. En doktorsefni blæs lífs-