Skírnir - 01.01.1973, Side 271
SKÍRNIR
RITDÓMAIÍ
269
með Germönum og jafnvel Indverjum dregur GTP upp mynd af Óðni sem
hinum margbrotna og hættulega, löglausa og ósigrandi guði, hvers ríki er
einkum af öðrum heimi. Þegar hændur í Vestur-Noregi flýðu til Islands und-
an konungsvaldinu, firrtust þeir um leið þennan guð. A Islandi stofnuðu þeir
síðan konungslaust ríki á grundvelli lagasetningar og héldu áfram að tigna
Þór. Af þessum sökum þykir GTP ósennilegt, að þeir hafi ávarpað Óðin sem
hinn almáttka ás, er þeir sóru eiða að baugi.
Ekki fæ ég betur séð en að þessi túlkun á norrænni Óðinsdýrkun sé að
mestu í gildi enn. Arið 1963 telur Ólafur Briem (Vanir og Æsir. Studia Island-
ica 21) mestar líkur á því, að dýrkun Óðins (og Týs) „hafi smáþokazt frá
Þýzkalandi norður á bóginn og náð að skjóta dýpstum rótum í suðlægari hér-
uðum Norðurlanda, eins og örnefnin gefa í skyn. En þetta á aðcins við,“ segir
hann ennfremur, „um síðustu aldir Rómaveldis og þjóðflutningaöld.“ Loks
gerir Ólafur ráð fyrir, að á síðustu öldum heiðni hafi gengi Óðins farið vax-
andi. Liggur þá beint við að setja gengishækkun hans í samband við víkinga-
öldina. Löglaus hernaðarguð var bezt við hæfi sjóræningjannna. Þá gerir Folke
Ström grein fyrir því (Nordisk hedendom, 2. útg. 1967), að örnefni á Vestfold
bendi til Óðinsdýrkunar þar um slóðir, og styrkir það skoðun GTP um sam-
band milli Danmerkur og konungsættarinnar norsku. A hinn bóginn telur
Ström augljóst, að bændaaðallinn í Vestur-Noregi svo og á Islandi hafi lítt
þýðzt þetta eftirlætisgoð hinna konunglegu landvinningamanna.
Varla þarf að taka fram, að vitneskjan um Óðinsdýrkun tiginna manna svo
og víkinga og skálda, ennfremur um Þórsdýrkun bænda, er miklu eldri en
ritgerð GTP. Hins vegar er útbreiðsla Óðinsdýrkunarinnar þar betur skýrð en
fyrr. Sennilega mætti þó leggja meiri áherzlu á áhrif Óðinsdýrkunarinnar á
hirðskáldin sökum náinna tengsla þeirra við æðstu höfðingja í Noregi. Þau
áhrif hafa borizt til íslands, enda er flestar heimildir um Óðinsdýrkun að
finna í þeim kveðskap, sem var aðalheimild Snorra, eins og GTP víkur að.
Virðist því eðlilegt að gera ráð fyrir nokkru meira brautargengi Óðins á Is-
landi en GTP gerir. Ólafur M. Ólafsson hefur leitt líkur að því, að umrædd
orð í eiðstafnum hafi getað átt við hvorn sem var, Óðin eða Þór (Eiðstafur
heiðinna manna. Andvari 1970), og hafi menn þá lagt misjafna merkingu í
þau eftir því, hvorn þeir tignuðu sem aðalguð. Hvort sem þessi skýring er
rétt eða ekki, virðist hún eiga trúarsögulegar forsendur.
2. Dreams in Icelandic Tradition. Þessu efni hefur GTP sýnt mikinn áhuga,
því að auk þeirrar greinar, sem hér um ræðir, hefur hann síðar skrifað um
það tvær aðrar. Áhuginn á sér eðlilega skýringu. Hann segir:
„Among no people in Europe is the cult of dreams so deeply rooted. In no
literature are dream-symbols more sophisticated, nor their interpretation more
subtle and intricate."
I þessari ritgerð fjallar höfundur um hin þekktustu draumaminni hér á landi,
flokkar þau og skýrir. Hann sýnir fram á skyldleika draumatrúar og örlaga-
trúar og bendir á, að trú á draumtákn hafi lifað þrátt fyrir trúarskipti lands-
manna. Allur þorri draumanna, sem hér er vikið að, mun koma íslenzkum