Skírnir - 01.01.1973, Side 272
270
UITDÓMAR
SKÍRNIR
lesendum kunnuglega fyrir sjónir svo og merkingar þeirra, því að margt er
tekið úr Islendingasögum. En ekki er ólíklegt, að þeir, sem trúa því, að öll
atvik í íslenzkum fornritum séu sannsöguleg og rétt hermd þar, reki upp
stór augu, þegar þeir sjá, að mörg hin þekktu draumaminni eru kunn úr
erlendum ritum frá fornöld eða miðöldum. Sumar hliðstæðurnar má finna
í bókmenntum, en drýgst telur GTP áhrifin vera frá draumaráðningabókum.
Hin frægasta þeirra á miðöldum var eignuð Daníel spámanni og gekk undir
nafninu Somniale Danielis Prophetae. Hún var fyrst kunn á grísku á 4. öld,
að því er menn ætla, og þýdd á latínu a.m.k. ekki síðar en á 10. öld. Skömmu
eftir það er hún til á ýmsum þjóðtungum. Þegar GTP reit grein þá, sem hér
er fjallað um, vissi hann ekki, að íslenzk þýðing af Somniale hefði verið til,
en fékk síðar vitneskju um brot af slíkri þýðingu í Arnasafni (AM 764 4to)
og hefur gefið það út (An Icelandic Version of the Somniale Danielis. Nordica
et Anglica. Mouton 1968). Handritið er talið frá því um 1500, en aldur íslenzka
textans er ekki fullkannaður, þegar greinin er rituð. Telur GTP nokkrar lík-
ur á, að latneski textinn, sem þýtt var eftir, hefði borizt frá Englandi til Islands
á 12. öld. Sé það rétt, gæti það skýrt þá samsvörun, sem finna má milli Somni-
ale og ýmissa drauma í íslenzkum fornsögum og GTP hefur gert grein fyrir.
Þrátt fyrir þessa viðleitni til að skýra erlend áhrif á íslenzkar draumafrá-
sagnir leggur GTP fullan trúnað á margar slíkar sagnir fyrr og síðar, t.a.m.
í samtímasögum eins og íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Einmitt vegna
þess, hve draumar áttu mikil ítök í vitund manna, gat notkun þeirra orðið
áhrifarík í bókmenntunum. En til að gefa hugmynd um íslenzka draumareynslu
og draumaráðningar, óháðar bókmenntalegum áhrifum, hefði GTP þurft að
þekkja fleiri heimildir, t.a.m. bók Ágústs H. Bjarnasonar um Jóhannes Jóns-
son (Drauma-Jói, Rvík 1915). Draumar Jóhannesar eru merkilegir og sérstæðir,
en fyrst og fremst miklu betur staðfestir en t.d. draumar í þjóðsögum og sögn-
um Sigfúsar Sigfússonar, sem GTP vitnar alloft í.
3. Gísli Súrsson and his Poetry: Traditions and Influences. Höfundur fjall-
ar fyrst um söguna sjálfa og dregur fram þau einkenni hennar, sem vitna um
tilhneigingu höfundar til ljóðrænnar tjáningar:
„The author is not primarily interested in what his heroes do, nor even in
what they think, but in what they feel. His chief concern is with the emotions."
I kveðskap sögunnar telur GTP svipuð skáldskapareinkenni ríkjandi, og
til skýringar bendir hann á náinn skyldleika við hetjukvæði, einkum fyrstu
og aðra Guðrúnarkviðu, sem eru harmljóð. Rennir hann stoðum undir. fyrri
skoðanir um áhrif hetjukvæða á Gísla sögu svo og ungan aldur áðurnefndra
kvæða og hinn breytta smekk, sem þar má greina, þegar þau eru borin saman
við hin fornlegustu, þar sem einfaldar og sterkar atburðalýsingar sitja í fyrir-
rúmi. I annan stað finnur GTP skyldleika með draumavísum sögunnar og
kristilegum kveðskap 12. aldar, og lýsir hann sér m.a. í hinum skarpa greinar-
mun góðs og ills, sem þar er látinn koma fram.
Af því, sem hér hefur verið vikið mjög lauslega að, dregur GTP tvær aðal-
ályktanir; annars vegar að höfundur vísnanna í Gísla sögu hafi þekkt norræn-