Skírnir - 01.01.1973, Page 274
272
RITDÓMAR
SKÍRNIR
hennar og síffan Kolbjörn, sem hafffi verið í þingum viff hana. Þessa bróður-
forsjá hefur Þórdís ekki metiff á sömu lund og Gísli sjálfur, og hefur hana
varla langaff aff búa viff hana eftir víg Þorgríms. Og hún velur eftir langa
íhugun, aff því er ráffa má af sögunni.
Ekki efast ég um, að í draumvísum Gísla kenni kristinna áhrifa. Samt er
hæpið aff leita að merkingu draumtáknanna utan sögunnar sjálfrar, eins og
GTP gerir, er hann fylgir þeirri skoffun, aff betri draumkonan tákni kristinn
lærdóm, en hin verri heiffinn átrúnaff. Draumkonurnar ólíku er eðlilegast aff
skýra sem tákn andstæffra afla, sem togast á í sögunni og gætir bæffi í hinni
ytri baráttu um líf Gísla og í huga hans sjálfs, þar sem von og kvíffi skiptast
á. Verndarar Gísla eru hin góðu öfl, en ofsækjendur hans hin illu.
Allar ritgerffir þessarar bókar bera vitni um góffan lærdóm og snjalla fram-
setningu. Og þær halda velli enn, þótt margar ritsmíffar frá þeirra tíff hafi fall-
iff úr gildi.
Oskar Halldórsson
símon jóh. ágústsson:
BÖRN OG BÆKUR
Bókaútgáfa Menningarsjóffs. Reykjavík 1972
I bókmenntarannsÓknum er nú ofarlega á baugi aff kanna mat lesenda.
Rannsóknarmaffurinn nálgast viðfangsefniff frá sjónarhóli vifftakandans og
metur bókina eftir því, hvernig hún reynist honum. Þetta er býsna mikil breyt-
ing í samanburffi viff þær aðferðir, sem lengst hafa skipaff öndvegiff og beinast
aff sköpun verksins og þá einkum höfundi þess og forsendum hans, fyrirmynd-
um og áhrifum. Þessi breyting verffur ekki rakin hér, en hún á rætur í þeirri
hugsun, að um gildi bókar fáist aldrei endanleg niffurstaffa, heldur verði aff
mæla það viff ávinning hvers þess, sem hana les. Það sem höfundur sáir, er
gott eða illt eftir því, hvers konar jarffveg það fellur í.
Val lesefnis handa börnum í skólum hefur fram til þessa eingöngu veriff
ákvarffaff af eldri kynslóff samkvæmt almennri samþykkt um forsjá hennar og
leiffsögn. Og í þessu efni sem öffrum hefur áherzlan veriff lögð á þekkingu og
innrætingu. Börnin skyldu læra aff meta „hiff merkasta“ af bókmenntum
þjóffarinnar og þekkja sína ögnina af hverju. Hefur því hefðbundiff gildismat
ráffið miklu um, hvaff börnum og unglingum væri gert að lesa, en minna
skeytt um hitt, hvort þessir vifftakendur fyndu púffriff í því.
Hin nýju viffhorf í bókmenntamati, sem veita lesendum aukinn rétt, hafa
smám saman leitt menn til skilnings á því, aff höfuðtilgangur bókmennta-
lestrar í skólum sé sá að vekja og glæffa áhuga nemenda á bóklestri meff því
aff velja þeim lesefni, sem höfffar til þeirra effa getur gert það, ef sæmilega
er á kennslu haldiff. En þessu marki verður því affeins náð, aff stuðzt sé viff
álit nemenda sjálfra, þegar lesefni þeirra er ákvarðaff. Um þriggja áratuga