Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 278
276
RITDÓMAR
SKÍRNIR
verks en þær nánu samvistir við höfðingja fræðanna, einkum Sigurð Nordal
og Einar Olaf Sveinsson, sem þessi bók ber vitni um. Með þessum orðum er
mér engan veginn í skapi að kasta rýrð á vísindastörf nefndra fræðimanna.
Þau eiga allt lof skilið. En að mínu viti eru þau ekki hand'nægasti lykill handa
ungu fólki að ijúka upp flóknum bókmenntum. Vel má vera að lærisveinum
Finns Jónssonar hefði þótt ýmislegt sem Ólafur Briem segir nýstárlegt og
líklegt til að valda straumhvörfum. En hafi menn lesið sinn Nordal og sinn
EÓS, verður nýstárleikinn allur minni.
Bók sinni skiptir Ólafur í 12 kafla, og tök hans á efninu eru í sem stytztu
máli þau að fjalla fyrst um þá ásteytingarsteina sem hann telur liggja í vegi
lesanda Islendingasagna, en benda síðan á mestu kosti sagnanna, styrkleika
þeirra og auðgi.
Hér skal ekki sett á margorð lýsing á íslendinga sögum og nútímanum, og
smávægilegar aðfinnslur við einstaka kafla ekki tíundaðar. Svo sem eðlilegt er
orkar margt tvímælis, og eins og þegar er fram komið þykir mér skoðanir
Óiafs á einstökum atriðum mótast óþarflega mikið af skoðunum annarra.
Hann er þar undir sömu sök seldur og fjöldi fróðra manna. Sem dæmi rná
taka þessar setningar: „.. .Fjarri liggur það þessum fornu sagnariturum að
gera persónum sínum nokkurn tíma upp hugsanir eða eintöl. Persónurnar lýsa
sér að öllu leyti sjálfar í orðum og athöfnum. Höfundurinn og lesandinn
standa hér jafnt að vígi að dæma um hvatir þeirra og tilfinningar. Og fjarri er
það höfundinum að mata lesandann á sínum eigin skoðunum. ...“ (130-131).
- Vitanlega er Ólafi Briem ljóst að höfundar Islendingasagna eru sumir
hverjir stórmeistarar í innrætingu. Þeim tekst undir yfirbragði hlutlægninnar
að mata lesendur á eigin skoðunum með stærri skeiðum en títt er. Hins vegar
hefur þessi hlutlægni verið lofsungin svo mjög, að Ólafur virðist skirrast við
að anda á hana. Svipað er urn fleiri atriði, en einkum skilning ákveðinna per-
sóna í sögunum.
Raunverulega er flest eða allt sem Ólafur segir góðra gjalda vert. Hins vegar
virðist mér tveir meginókostir á bók hans. Hinn fyrri er rammi verksins, hinn
síðari viðhorf til sagnanna. Hvort tveggja skal skýrt nánar.
Ólafur segir sjálfur svo: „Að sjálfsögðu eru íslendinga sögur mjög mis-
jafnar að gæðum, og það er fásinna að halda þeim öllum jafnt að þjóðinni.
...“ (167). Þrátt fyrir þessa óumdeilanlegu skoðun víkur Ólafur að ríflega
tuttugu sögum og þáttum í riti sínu. Þótt útskýringar tilvitnana séu jafnan
Ijósar, er þó æskilegra að lesendur séu efninu kunnugir. En meira skiptir þó
sú staðreynd að svo mörgum sögum er engin leið að gera skil í ekki lengra
rnáli. Mér sýnist augljóst að markviss umfjöllun færri sagna, úrvalssagna eins
og Eglu, Njálu, Laxdælu og Hrafnkötlu, hefði orðið bók Ólafs styrkur, en
hinn víði rammi gerir hana sundurlausa, vikið er að fjölda persóna, atvika,
frásagna, án þess lesandi verði nægilega mikils vísari um sögurnar, og því
miður sjaldnast nokkurs vísari um samband þeirra við nútímann. Og þar er
komið að síðari meginaðfinnslu minni.
Það er einkenni þessarar bókar - eins og því miður nær alls sem íslenzkir