Skírnir - 01.01.1973, Page 280
278
RITDOMAR
SKIRNIR
Kaflar eins og ‘Mannlýsingar’ og ‘Frásagnarháttur’ sýna að Ólafur Briem er
öðrum mönnum líklegri til að skrifa Ijóst og aðgengilega um Islendinga-
sögur, svo sem áður um Eddukvæði. Viðhorf til efnisins og lesandanna virðist
mér hins vegar valda því að bókin verði engan veginn eins gagnleg og æski-
legt hefði verið. Fáránleg verðlagning forlagsins stuðlar að hinu sama. Bók
sem þessa átti vitanlega að gera eins auðkeypta skólafólki og kostur hefði
verið á. SöluverÖ hennar er hins vegar svo hátt að enginn kennari getur með
góðri samvizku sagt nemendum sínum að kaupa hana.
Heimir Pálsson
HANNES PÉTDRSSON:
BÓKMENNTIR
Alfræði Menningarsjóðs. Reykjavík 1972
MenningarsjÓðdr hefur sent frá sér litla uppflettibók um bókmenntafræði
eftir Hannes Pétursson. Bókin er einkum ætluð „skólum og almenningi", eins
og tekið er fram í formálsorðum, en hún er án efa hin gagnlegasta fyrir alla
þá sem eitthvað fjalla um bókmenntir í daglegu starfi, hvort sem eru kennarar,
háskólastúdentar eða aðrir. Þar er að finna skýrgreiningar og fróðleik um
fjölda atriða sem bókmenntir varða, og eins og vera ber í slíku riti, eru grein-
arnar að jafnaði svo skemmtilegar aflestrar að hægt er að lesa bókina sér til
gamans blaðsíðu eftir blaðsíðu, ef menn á annað borð hafa áhuga á þessum
fræðum.
Hannes Pétursson hefur tekið þá stefnu að nota erlend orð, löguð að ís-
lenzkum rithætti, þar sem ekki var kostur íslenzkra sem hafa unnið sér ein-
hverja hefð. Ég held þetta sé alveg rétt stefna. Bókmenntafræðin á vonandi
eftir að eignast fjölbreyttari orðaforða á íslenzku en nú er til, en farsælast
verður vafalaust að hann fái að mótast smám saman í kennslu og hjá þeim sem
um þessi efni rita. Svona bók er fremur ætlað það hlutverk að skýra fyrir
fólki þau hugtök sem það kann að rekast á í ræðu og riti en bera á borð
nýyrði.
Mér finnst að flestu leyti hafa tekizt vel til um þessa bók. Hún er vönduð
að útliti og gerð og prýðilega myndskreytt. Hjá því fer þó ekki að slík frum-
smíð standi til bóta, og því læt ég fylgja nokkrar aðfinnslur og ábendingar.
Alltaf hlýtur val uppflettiorða í svo lítið kver að orka tvímælis. Höfundur
nefnir sjálfur í formála það tiltæki að geta nafna á nokkrum íslenzkum mið-
aldahandritum og eddukvæðum. Á sama báti eru safnrit eins og Sturlunga og
Heimskringla. Það er svo sem ágætt að geta flett þarna upp heitum handrita,
en ósamkvæmni er í því þar sem annað slcylt bókmenntasögulegt efni verður
útundan. Annað mál er það að mikill fengur væri í, ef Hannes og Menningar-
sjóður sendu frá sér bókmenntasögulega uppflettibók, þar sem ekki væri að-