Skírnir - 01.01.1973, Page 282
280
RITDÓMAR
SKÍRNIR
skáldsagnagerð og almenna frásagnartækni: Lykilhugtök í þeii'ri grein eins og
sjónarhorn (point of-view) og sögumaður ættu að vera sjálfstæð uppflettiorð.
Motiv er hér eingöngu gefið í þeirri merkingu sem það hefur í þjóðsagnafræði
sem sagnaminni, þema er hér ekki eða þýðing á því, en fahúla aðeins í merk-
ingunni dæmisaga eða dýrasaga; þá vantar alveg plott eða intrígu (vissulega
ófögur orð í íslenzku, en notað hefur verið leik- eða söguflétta og raunar einn-
ig -hnútur, seín mér finnst lakara). Með tilliti til þess hve mikið fer fyrir
skáldsögunni meðal hókmennta okkar tíma, finnst mér greinin um hana
alltof stuttaraleg. Hún hefði þurft að vera lengri með tilvísunum til greina um
afbrigði skáldsögunnar eða undirflokka. (I greininni um skáldsögur hefur
læðzt inn villa þar sem talað er um Eggert Laxdal, en á að standa Eirík.)
I næstu útgáfu þarf endilega að vera grein um goðsögu, svo mjög sem þetta
hugtak er nú notað í bókmenntarýni, einnig þrengri hugtök eins og tópos og
formúla, hvort sem menn treysta sér nú til að þýða þau. Þá væru það varla
mikil málspjöll þótt upp yrðu teknar greinarnar strúktúr (eða strúktúra) og
strúktúralismi.
Fílólógía er ekki uppflettiorð, en handritafræði mun ætlað að koma í stað-
inn. Nokkur hefð er komin á textafrœði í þessari merkingu, og finnst mér
það betra orð, því viðfangsefni fílólógíunnar eru fleiri en handrit. Hefði raun-
ar verið fengur að allrækilegri grein um þetta fræðasvið og gildi þess fyrir
bókmenntarannsóknir, gjarna á kostnað fróðleiks um einstök handrit.
Hugtökum hefðbundinnar skáldskapar-, stíl- bragfrœði eru gerð góð skil
hér, enda er þar vel plægður akur, þótt þessum greinum hafi verið gerð mis-
mikil skil á íslenzku, en bókin má ekki koma út aftur án þess að í hana hafi
verið aukið hugtökunum sem Þórbergur notar í „Einum kennt - öðrum bent“,
skalli, uppskafning, lágkúra og ruglandi. Hannes leggur hér sitt af mörkum til
að þýða á íslenzku hugtakið metafóra, hann talar um beina líkingu, en í
kennslu við Háskóla Islands hafa á síðustu árum verið notuð orðin, myndlík-
ing, myndhvörf, myndhverfing og ílíking. Það endar líklega með því að ör-
nefnanefnd verður að taka af skarið. Um bragarhœtti segir að þeir séu reglu-
bundin niðurskipan ljóðlína í heildir, en hluti hugtaksins er einnig reglu-
bundin niðurskipan bragliða í Ijóðlínur eða vísuorð. Eg sakna þess að bragur
skuli ekki vera uppflettiorð, bæði í merkingunni kvæði og bragarháttur, einn-
ig finnst mér að kveðandi hefði mátt vera uppflettiorð.
Orðalag í greinunum er yfirleitt skýrt og hnitmiðað, eins og fyrr var getið,
þó ber við að það sé klaufalegt eða óljóst. Sagt er um fræðiskáldskap að
hann hafi með fornþjóðum gegnt að nokkru hlutverki vísinda, en nákvæmara
væri að segja að hann hafi gegnt hlutverki fræðslurita um vísindi eða niður-
stöður vísindarannsókna. Um díþýrambos segir ma.: „Orðið er notað nú á
dögum um hrifningarfullan skáldskap." Ætli það eigi nú við nema stundum?
Einna mestur vandi hefur Hannesi verið á höndum að skýrgreina ýmsar
stefnur og isma í skáldskap, sem eru bundin ákveðnum tíma og höfundum,
en eru í rauninni heldur óskýrt afmörkuð hvert frá öðru. Erfitt er að átta sig
hér á expressjónisma, en þó fer enn verr með módernisma sem verður merk-