Skírnir - 01.01.1973, Page 283
SKIRNIR
RITDOMAR
281
ingarlaust hugtak, en nú ætti þó að vera hægt að skýrgreina hann sem hverja
aðra bókmenntasögulega stefnu, þótt mörg geti álitamálin orðið.
Ég skal ljúka þessum handahófskennda sparðatíningi með því, að geta þess
að mér þykir greinar um sjálft efnissvið bókarinnar, bókmenntafrœði, bók-
menntarýni og bókmenntasögu vera heldur rýrar í roðinu. Sagt er að bók-
menntafræði sé ein grein málvísinda. Þetta er sögulega rétt, ef málvísindi
merkir fílólógía, en það rnerkir nú oftast lingvistík, og þá er þetta rangt, enda
hefur bókmenntafræðin vitaskuld fyrir löngu öðlazt sinn sjálfstæða sess,
þannig að móðurgreinin, fílólógía, er nú orðin hjálpargrein bókmenntafræði
og málvísinda. Vafasamt er að telja þjóðsagnafrœði til bókmenntafræði, en
þó falla áhugamál og aðferðir oft saman. I kaflanum um bókmenntarýni er
gerð grein fyrir stefnum í aðferðafræði, en það þyrfti að gera miklu rækilegar
með meiri sundurgreiningu.
Vésteinn Ólason
ÓSKAR Ó. HALLDÓRSSON:
BRAGUR OG LJÓÐSTÍLL
Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla Islands
Fræðirit I
Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík 1972
Bókmenntakennsla við íslenzka skóla hefur löngum verið öldungis ó-
fræðileg að hragfræði einni undan skilinni. I kennslu hennar er alllöng hefð.
í bókinni sem Óskar Halldórsson sendir hér frá sér og „helzt er ætluð nem-
endum í framhaldsskólum", eins og segir í inngangi, má sjá glögg merki þess-
arar hefðar, því bragfræðin skipar þar öndvegi og eru gerð rækilegri skil en
stíl og byggingu ljóða. En það er einmitt í köflunum um stíl og byggingu
sem Óskar hefur nýjungar fram að færa miðað við eldri rit handa íslenzku
skólafólki. Bókin er umbótarit fremur en byltingar.
Það væri þó rangt að segja að bragfræðikaflar bókarinnar flyttu ekkert
nýtt. Óskar gerir mun meira að því en þeir sem áður hafa skrifað um brag-
fræði fyrir skólafólk að tengja hana öðrum þáttum ljóðrýni, enda segir hann í
inngangi að takmark og tilgangur bragfræði sé „framar öllu að vísa veg til
skilnings á heildarmerkingu Ijóða, og í skólum ber að líta á hana sem hjálp-
artæki við Ijóðalestur." (9) Þessu hlutverki þjónar einkum fyrsti meginkafli
bókarinnar, Helztu einkenni bundins máls, en þar er fjallað um sérstöðu
bundins máls, um hrynjandi, braglínur og erindi, stuðlun og rím. Þetta eru
mjög skýrir kaflar og vel skrifaðir. Að mínu viti er helzt hægt að finna það
að bragfræði Óskars að hún sé of auðveld, að dæmi hans gangi of vel upp.
Hann notar hugtök klassiskrar bragfræði, tvíliði, þríliði, forliði osfr., enda er
það eðlilegt í kveri eins og þessu. Hitt má þó helzt ekki alveg gleymast að