Skírnir - 01.01.1974, Page 47
SKÍRNIR
MÁLVÖNDUN OG FYRNSKA
45
Sá maðr er hann kuángaz í annars konungs veldi enn í Nóregs kon-
ungs ok á konu hér;11 En þó at hann kvángiz henni lifanda er fyrr
átti hann þá eru þau bprn eigi arfgeng.12 - Hér er þess að gæta að
henni lifanda er að henni lifandi á nútíðarmáli. —
Þessi brúkun sagnorðsins kvángask kemur heim við forn dönsk
lög, þar sem sagnorðið qwœnœ kemur fyrir: Of elstæ brothær
qwænær sæch (kapítulafyrirsögn, Jyske lov 625); Qwenæs bondæ
s0n i fæligh (s. st. 1615); Qwænæs man i ænki bo (o: kvænisk maðr
í ekkju bú, — snúið á nútíðardönsku í útg.: Hvis en mand gifter sig
med en enke, - s. st. 2015); Hwræ mæn sculæ qwænæs (kapítula-
fyrirsögn), en síðan hefst lagagreinin svo: Hwosum wyl konæ
taghæ ... (s. st. 303-4); thæn thær qwent er han ma ... (s. st.
2832). Nokkur dönsk dæmi frá síðari tímum: Wenne,/ wiltt thu
thiig icke quenis? — Wenne,/ altt om hand wilde quenys;13
quænnis, ducere uxorem,14 og kvindes.15 — I orðabók um miðalda-
sænsku er ei nema eitt dæmi um sagnorðið qvangas: nw wáxer
smaswennin . . . oc quángs aff egipto lande.16 Handritið er frá
1526, en textinn virðist saminn á fyrra helmingi 14. aldar. - I
öðru handriti eldra stendur reyndar giptis fyrir qudngs, en yngra
handritið er talið hafa yfirleitt varðveitt hetur hið upprunalega
málfar. Málsgreinin virðist fylgja hinni fornu norrænu reglu um
orðalag með kvánga(sk) og kvœna(sk). I Svíþjóð voru lög fyrst
skráð á Vestra-Gautlandi og gjörðist það að líkindum á næstu árum
eftir 1220.17 Þar virðist sagnorðið gipta einungis haft um konur:
Æn bonde giptir dottor sinæ mæþ mund ok mæþ mæli (Ærfþær
bolkær 7. gr.); Far frælsgiui ættæþæ kono ... og: Vil þræl fa hus-
kono, giui tva 0ræ til þem, ær hanæ a (Giptær bolkær 4. gr.);
Maþær far sær aþælkono . . ., og: Far han hanæ siþæn mæþ mund
ok mæþ mæli ... (Ærfþær bolkær 5. og 8. gr.). Hins vegar er gipta
haft jafnt um karla sem konur í fornum lögum af Gotlandi og af
Upplandi: Gierir giptr maþr hor viþr ogipta eunu; Giftir faþir sun
senn.18 Nv giptir bonde son sin álla dottor siná.19
Ur íslenzkum fornsögum eða sögum frá síðari öldum (fornaldar-
sögum eða riddarasögum eða öðrum þeim skyldum) hef ég engin
dæmi um notkun sagnorðanna kvánga(sk) og kvæna(sk), sem fari
í bága við áður greinda reglu. En reyndar eru þessi orð hvergi
nærri eins algeng og ætla mætti, og er áður á það minnzt. Hér skal