Skírnir - 01.01.1974, Page 107
SKÍRNIR
OFUGMÆLI
101
í upphafi kvæðisins Gestaósk og í annarri lausavísunni kemur
fram greinileg tilhneiging til þess að skapa innra samhengi milli
ljóðlínanna, svo að tvær og tvær tengist allnáið. í Gestaósk er hér
aðeins um nokkrar ljóðlínur að ræða:
bita af öli,
sopa af brauði,
sneið af víni,
tóbaksskál eina.
Lausavísan er öll ort á þennan hátt, og þetta stílbragð kemur
einnig fyrir í sumum vísum öfugmælakvæðisins, t. d.:
Um hafið ríða hestum má,
hoppa skip á fjöllum.
Séð hef eg kapalinn eiga egg
álftina folaldssjúka.
Búðu til úr blýi flár.
Beykið er hent í kubba.
I dönsku öfugmælakvæði, sem til er í handriti frá síðari hluta
16. aldar16, er stíllinn furðulega keimlíkur:
Wllffuenn staar paa stalle,
oc hand haffuer bitzell j munnde,
hesthenn löffuer saa wiit om hauff
saa wiit omm haffsens grunde.
Hestene gale, menn hönszene riide.
Margt bendir til þess, að öfugmælakveðskapur hefjist hér á
landi á 17. öld. Það er freistandi að láta sér koma í hug, að öfug-
mælakveðskapurinn sé orðinn til vegna erlendra áhrifa og þá helzt
danskra, en á seinni hluta 16. aldar og á 17. öld jukust samskipti
Dana og Islendinga mjög eins og alkimnugt er. Hinu má heldur
ekki gleyma, að öfugmælakveðskapur er til á mörgum tungum og
eru elztu dæmi hans í grískum og rómverskum fornbókmenntum,
en menn ortu öfugmælakvæði á latínu á hámiðöldum.17 Sum þýzku
öfugmælakvæðin eru frá 14. og 16. öld, og á síðustu öld var safnað
fjölda danskra, þýzkra, sænskra og norskra þjóðkvæða í þessum
anda.18 Ef um erlend áhrif hefur verið að ræða, gátu þau því