Skírnir - 01.01.1974, Page 108
102
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
SKÍRNIR
eins verið komin frá Þýzkalandi, - ekki má gleyma Hansakaup-
mönnum og verzlun þeirra við íslendinga og Danmörku eða þá
jafnvel Noregi. Það má einnig minna á, að til eru öfugmæli á ís-
lenzku, sem enginn veit með vissu hvað gömul eru, en það er
gátan:
Fuglinn flaug fjaðralaus,
settist á vegginn beinlaus.
Þá kom maffur handalaus
og skaut fuglinn bogalaus.
Onnur dæmi um öfugmæli, sem ekki er vitað um nákvæman ald-
ur á, eru í lokakafla Þórnaldarþulu:19
Hestur er mér horfinn,
hömóttur um brárnar,
baksár á bógum,
bundinn kjaftur í ól,
haltur á hægra auga,
hringeygffur á vinstra fæti,
fótur úr fitleika,
falliff höfuð úr tönn.
Elzta handrit þulunnar er frá því laust eftir miðja 17. öld og
til eru önnur þrjú frá því um 1700 auk fjölda yngri, en þulan hefur
verið á margra vörum allt fram á síðustu ár. Orðamunur er nokk-
ur í elztu handritunum og sést af honum og ýmsu öðru, að menn
hafa kunnað hana í mismunandi útgáfum allvíða um land. Nú
hendir mikil útbreiðsla á þulum vanalega til hás aldurs og væri
því ekki fráleitt að álykta, að þulan gæti verið a. m. k. nokkrum
áratugum eldri eða frá því um 1600 hið yngsta.
Af svipaðri rót er runnið kerlingarraupið í þjóðsögum Jóns
Árnasonar20, en þar segir m. a.: „Þá slógu þeir með eikarljáunum
og tólgarbrýnunum túnhólana í rífaþerrinum.“ Ef til vill hafa verið
til fleiri sagnir af sama tagi, en þá hefur ekki verið hirt um að
skrá þær.
I íslenzka öfugmælakvæðinu er sumt, sem liggur beinna við að
skilja sem napurt háð og ádeilu en venjuleg öfugmæli:
Bezt er aff vera bráður í raun
og býta illt viff marga,
véla af öffrum verkalaun
og voluffum lítið bjarga.