Skírnir - 01.01.1974, Page 217
SKÍRNIR
MARKMIÐ LANDNÁMABÓKAR
211
skipt eítir fjórðungum; 3) notkun Ara á heitinu ‘landnámsmaður’
bendir til þess að það hafi þegar öðlazt festu í riti; 4) að Heklu-
gosið 1104 og eyðing byggða af völdum þess er ekki nefnt í Land-
námabók bendir til þess að hún hafi verið samin fyrir þann tíma.
Lítum fyrst á síðustu röksemdina. Vissulega er minnzt á eldgos
í Landnámabók, eins og höfundur rekur, en allar þær frásagnir eru
í meira lagi þjóðsagnakenndar og tímasetningar þeirra næsta óviss-
ar. Þær eru í sjálfu sér engin sönnun fyrir því að Heklugossins 1104
hefði endilega þurft að vera getið þó að Landnámabók væri samin
nokkrum árum síðar. Heklugosið hefur þá óhj ákvæmilega verið
öllum svo í fersku minni að þarflaust hefði mátt þykja að geta
þess sérstaklega, og þar að auki svo skammt undan að ólíklegt væri
að um það hefðu myndazt þjóðsögur. Þessi röksemd virðist því
ekki vera mikils virði. Þyngst á metunum er fyrsta röksemdin (um
aldur Kolskeggs), og í hinum tveimur felast nokkrar líkur. En enda
þótt svo væri að Frum-Landnáma væri eldri en Islendingabók, er
ekki með því sagt að Ari fróði hafi ekki getað átt þátt í samningu
hennar, en um það lætur Sveinbjörn raunar ekki uppi neina skoð-
un með beinum orðum. Samning Frum-Landnámu hlýtur að hafa
tekið töluverðan tíma, og þar hljóta margir að hafa lagt hönd að
verki, beint og óbeint. Onnur rök hafa og verið færð fyrir hlut-
deild Ara í Frum-Landnámu, sem standa óhögguð enda þótt hún
væri samin á fyrstu áratugum 12. aldar.
I síðasta kafla bókarinnar ræðirhöfundur um baksvið Landnáma-
bókar og þær þjóðfélagslegu rætur sem Frum-Landnáma er af
sprottin. Kveikjan að þessari rannsókn er ritgerð Barða Guðmunds-
sonar, Uppruni Landnámabókar (í Skírni 1938), þar sem hann
setti fram þá skoðun að kjarni Landnámabókar og megintilgangur
hefði verið að gera grein fyrir því hvernig landnámsmenn og ættir
þeirra hefðu eignazt land í upphafi og hvernig eignirnar hefðu
gengið í ættum. Jón Jóhannesson vísaði þessari hugmynd algerlega
á bug,en á ófullnægjandi forsendum, eins og bent var á í Landnámu-
formála mínum (Isl. fornrit I, cviii). Rannsóknir Magnúsar Más
Lárussonar hafa og rennt undir skoðun Barða fleiri stoðum, eins og
Sveinbjörn tekur fram.
En Sveinbjörn tekur þessa hugmynd upp til nýrrar og ýtarlegri
athugunar og dregur fram margt nýtt henni til stuðnings. Megin-