Skírnir - 01.01.1974, Síða 224
218
BRÉF TIL SKÍRNIS
SKIRNIR
eða algildi siðferðilegra dóma, eru orðin „hlutlægur" og „huglægur“ ekki
notuð til að tjá neinn greinarmun þar á milli. Brynjólfur notar orðin í þeirri
merkingu, sem Þorsteinn segir fyrr í greininni, að eðlilegust sé: hlutlægt er
það, sem gerist í hinum ytri veruleika, huglægt það, sem tekur til vitundar-
innar. Reyndar notar Brynjólfur oftast orðið „hlutverulegur“ í stað „hlutlæg-
ur“ í fyrra tilvikinu.
Þorsteinn vill meina, að Brynjólfur noti orðin „hlutlægur“ og „huglægur"
til að lýsa afstæðu og algildu mati mannlegrar breytni, en orðanna hljóðan
rugli hann í ríminu, svo að hann taki dæmi um mat á hugarfari. Hér er ekki
um neinn rugling af Brynjólfs hálfu að ræða, vandamál hans snýst frá upphafi
um hugarfar annars vegar og hlutverulegar staðreyndir, sem eru árangur
mannlegrar breytni, hins vegar og tengsl þessa hvors um sig við siðferðilegt
mat. Þetta á ekkert skylt við afstæði og algildi í siðferðisefnum, og að sjálf-
sögðu tekur Brynjólfur dæmi í samræmi við það, sem fjallað er um.
Þorsteinn heldur áfram tali sínu um rugling Brynjólfs og segir: „Þessi
ruglingur á afstæðu mati góðs og ills og mati hugarfars kemur meðal annars
fram í því að Brynjólfur kallar hugarfar manns „huglægan mælikvarða" á
breytni hans. Af einföldu dæmi má sjá hver villa hans er í þessu efni. Segjum
að maður gefi mér gjöf, en svo vilji til að mér sé eðlilegast að taka þessa
gjöf sem móðgun. Þá er von ég spyrji hvort ætlunin hafi verið að móðga mig
eða ekki, og þetta er spurning um hugarfar gefandans. Og auðvitað er frá-
leitt að kalla ætlun gefandans mælikvarða á breytni hans. ... Þessi ruglandi
Brynjólfs veldur því að hugleiðingar hans um siðfræði eru furðanleg rökleysa
frá upphafi til enda. Átakanlegust verður þessi rökleysa þegar hann sér fram
á að vangaveltur hans um hugarfar að baki breytni leiði til þeirrar niðurstöðu
að siðferði sé „huglægt“. Þá vendir hann sínu kvæði í kross og staðhæfir hið
gagnstæða rakalaust, og klykkir síðan út með öldungis ðljósu tali um „tengsl“
hins huglæga og hlutlæga.“
Hér er einnig margt, sem vert er að huga betur að. Þorsteinn þykist sýna
fram á með dæmi sínu, að fráleitt sé að kalla ætlun manns mælikvarða á
breytni hans. Greinilegt er, að Þorsteinn skilur ekki eða neitar að skilja, hvað
átt er við með „huglægur mælikvarði". Nú er það svo, að í mæltu máli merk-
ir orðið „mælikvarði" það, sem tekið er mið af, þegar eitthvað er metið.
Allir kannast við - og þar hygg ég, að Þorsteinn sé ekki undanskilinn - að
þegar breytni manna er metin siðferðilega, tekur dómurinn yfirleitt mið af
hugarfarinu, sem að baki liggur, að minnsta kosti ásamt öðru. Þessi „mæli-
kvarði" er meira að segja notaður í réttarfari allra ríkja, sem kenna sig við
siðmenningu: menn fá annan og mildari dóm fyrir voðaskot en morð að yfir-
lögðu ráði. Ymsir halda því meira að segja fram, að breyti menn í þeirri trú,
að þeir séu að gera gott, þá sé breytnin góð, hver svo sem hún annars kann
að vera.
Hér er hugarfarið látið skera úr um, hvort tiltekin breytni hafi eitthvert
siðferðisgildi, og í þeim skilningi má segja, að það sé mælikvarði eða próf-
steinn á siðferðisgildið. Þetta kallar Brynjólfur að nota huglægan mælikvarða,