Skírnir - 01.01.1978, Side 37
SKÍRNIR
2141 LESANDI
35
Ef litið er á leshópana hvern um sig, sést að mikill hluti
lesenda Snjólaugar og Heimsmetabókar eru nemendur, eða 21%
og 30%, en aðeins 5% af lesendum Guðlaugs. Kemur það heirn
og saman við aldursskiptingu þátttakenda sem áður var lýst.
Þrátt fyrir þetta er ekki mikill munur á starfsstéttaskiptingu
í leshópunum. Af lesendum Guðlaugs flokkast 9% í starfshóp 1,
og þeir eru tiltölulega fjölmennastir í þremur efstu starfshóp-
unum. Að undanskildum nemendum og húsmæðrum, sem marg-
mennar eru í öllum leshópunum, eru flestir lesendur Snjólaugar
í starfshóp 5, 22%, en flestir lesendur Guðlaugs og Heimsmeta-
bókar í starfshóp 2, 30% og 22%.
Ef litið er til samanburðar á könnun Þorbjarnar Broddasonar
sést, að þar töldust langflestir lesendur til starfsálitsflokkanna
1 og 2. Undir starfsálitsflokk 3 féllu einkum lesendur afþrey-
ingarsögunnar í álögum, eða 24% af lesendum þeirrar bókar,
en 26% voru húsmæður.11 1 þessari könnun eru aftur á móti
starfshóparnir 3—5 fjölmennir í öllum leshópum, 34% af les-
endum Snjólaugar, 35% af lesendum Guðlaugs og 31% af les-
endum Heimsmetabókar teljast til þeirra.
2. 5. Menntun þátttakenda
Oft er erfitt að komast á snoðir um hvaða menntun fólk
hefur. Eflaust er mörgum þetta viðkvæmt mál, sérstaklega ef
skólagangan hefur ekki verið löng. Menntunarheiti virðast einn-
ig vera á reiki. í könnuninni var valin sú leið að spyrjast fyrir
um menntun, en ekki síðasta próf, eins og stundum er gert.
Mikill meirihluti þátttakenda svaraði spurningunni, eða um
90%.
Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla flokkast hér með þeim
sem lokið liafa barna- og unglingaprófi, en þeir sem voru yngri
en 13 ára fóru í hóp þeirra sem svöruðu ekki. Nemendur í
framhaldsskólum flokkast með þeim sem lokið hafa landsprófi,
gagnfræðaprófi eða grunnskólaprófi. Að endingu fóru háskóla-
nemar í flokk með þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Skipað
var í menntunarhópa þannig:
B.U. — barnapróf eða unglingapróf;