Skírnir - 01.01.1979, Síða 16
14
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
°g eg get ekki séð neitt rangt við að kenna þær þannig, enda
mun það lengst af hafa verið föst hefð. — Það er kannski sum-
part mín ímyndun, en einhvern veginn finnst mér sem þetta
miðaldatal hafi komið í kjölfar þeirrar stefnubreytingar fræði-
manna sem liér hefur verið gerð að umtalsefni. — Bæði fyrr og
síðar liefur oft verið talað um hinar „myrku miðaldir" — gagn-
stætt þeirri birtu, sem menn virðast hafa hugsað sér leika um
„fornöldina", það hefur verið talað um ofríki kaþólsku kirkj-
unnar yfir hugum manna og högum o.s.frv. — Nú verður því
ekki á móti mælt, að fornöld okkar ber upp á miðaldir, þó vera
megi að munurinn á „heiðríkju fornaldar" og „myrkri miðalda"
sé fremur í hugarheimum en veruleika. En það er veruleiki, að
ýmsir þeirra sem gagnrýnt hafa áreiðanleik fornrita, hafa tíðum
haft á orði að þau væru miðaldaverk og m.a. lagt áherslu á að
þau hafi verið samin undir áhrifavaldi hins kaþólska klerkdóms,
sem ekki þótti alltaf vandur að heimildum. Halldór Laxness
segir t.d. um enska fræðimenn þessa tíma, að ef orðið hafi
þriggja ættliða gloppa í ættartölu, þá hafi þeir ekki hikað við
að bæta inn í „þremur hinrikum".
Eg er smeyk um að sumir fræðimenn séu einmitt farnir að líta
svipað þessu á ættrakningar í okkar fornritum.
Eg hef alla tíð álitið þessar gömlu ættartölur sem einskonar
burðargrind íslenskrar fornsögu, svo samfelldar, eðlilegar og
sannfærandi upplýsingar veita þær um ætt og uppruna og innri
tengsl ráðastéttarinnar fyrstu aldirnar sem búið var í landinu.
Að vísu hefur mér aldrei komið til hugar að þarna gætu ekki
leynst einhverjar skekkjur, enda ber heimildum ekki alltaf ná-
kvæmlega saman, en eg áleit, og álít enn, að með ættrakningum
fornsagna hafi varðveist mikilvægur sögulegur fróðleikur. — Nú
mun þessu flestu tekið með varúð, og sérstaklega virðist mér
það þykja tortryggilegt, ef ættir landnámsmanna eru raktar til
höfðingja og valdsmanna í þeim löndum sem þeir komu frá.
Eg sé þó ekki betur en þetta geti býsna vel staðist. — Landnáms-
mennirnir, það er að segja þeir sem fyrir skipunum réðu, og
það eru þeir, sem verið er að segja frá, hafa hlotið að vera all-
fjáðir menn, venjulegir búandmenn hafa tæpast haft ráð á að
eignast haffær skip og sigla milli landa. Og þó sumir þeirra