Skírnir - 01.01.1979, Page 26
24
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
náttúrulýsingar í bókmenntum hafi ekki komist í tísku fyrr en
á nítjándu öld. En af mörgu má þó marka að landnemar íslands
hafi einmitt haft frábærlega næmt „skynbragð á fegurð lands“.
Hvað um örnefnin, sem fylgt hafa landinu og þjóðinni kynslóð
eftir kynslóð, flest að líkindum frá elstu tíð? Og hvað um gömlu
bæjarnöfnin, sem yfirleitt eru haglega gerð og mörg hver svo,
að nýbýlanöfn tuttugustu aldar standast þeim ekki snúning? Og
hvað um upphaflegu bæjarstæðin í sveitum Islands? — Alstaðar
þar sem eg þekki til, eru þau á fallegasta blettinum í túninu,
þar sem útsýnið er þekkilegast. Eg hef að vísu ekki víða farið,
en fleiri munu hafa veitt þessu eftirtekt. — Það er heldur ekki
örgrannt um að náttúrulýsingum bregði fyrir í bókmenntum
til forna. Langt er nú síðan skráð voru þau frægu orð — „Fögur
er hlíðin" o.s.frv. eða ljóðlínurnar — „Hlæja hlíðir — við Hall-
steini“, eða örnefnaþulan, sem lögð er í munn Helgu Bárðar-
dóttur, þar sem hvert örnefni er eins og meitluð mynd af lands-
lagi kringum Jökul, (sem eg hef raunar aldrei séð, en mér virð-
ast nöfnin í vísunni eins og röð af myndum). Ef til vill er þó
athyglisverðast upphaf vísunnar — „Sæl værak, — ef sjá mættak“
— vegna þess hversu þar kemur glöggt fram sterk, persónu-
bundin þrá eftir landslagi fjarlægrar heimabyggðar. — Nú er
Helga Bárðardóttir persóna í þjóðsögu, en það kemur enn að
því sama, — einhver hefur orkt vísuna, eitthvert fornaldarskáld,
sem átt hefur lifandi skilning á valdi náttúrutöfra og átthaga-
tryggðar. — Fleira mætti nefna. 1 sjálfri Völuspá kemur t.d. fyrir
glitrandi náttúrulýsing: — „Sér hún upp koma öðru sinni —
jörð úr ægi — iðjagræna“ o.s.frv. — Slík dæmi ásamt bæjarnöfn-
um og örnefnum fornum og vali bæjarstæða, bera svo órækt
vitni um orðfærni, smekkvísi og næmleika fyrir útsýni og nátt-
úrufari, að þetta ætti ekki að þurfa að leika á tveim tungum.
Þá er komið að því, sem mér hefur fundist einna undarlegast
og torskildast af öllu, sem eg hef heyrt eða lesið um þessi efni, —
hinni svokölluðu náttúrunafnakenningu, sem er fundin upp og
túlkuð af manni, sem eg hefði eitt sinn síst trúað til slíks. —