Skírnir - 01.01.1979, Síða 36
34
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKIRNIR
Teitur ísleifsson um langfeðga sína, Mosfellinga, allt til land-
námsmannsins, Ketilbjarnar gamla, sem var langa-langafi hans.
Það lield eg þó að enn í dag viti ýmsir einhver deili á sínum
langa-langöfum, — að minnsta kosti sumum þeirra. Eða Hallur
Þórarinsson, sem hafði verið í förum með Ólafi helga og var
svo gamall, að kristnitakan var honum í barnsminni. — Sam-
kvæmt þessu öllu fullyrði eg, að miðað við hina hefðbundnu
tímasetningu landnámsins, sem eg hef ekki séð andmælt, (nema
ef það skyldi felast í ummælum dr. Sveinbjarnar um „margar
aldir“) sé ekki einasta hugsanlegt, heldur óhugsandi annað en
að talsvert miklar sannar sagnir um landnámið hafi verið hér
við lýði fram um 1100.
Eg geri ráð fyrir að flestir séu sammála um það að Landnáma
hafi að upphafi ekki verið eins manns verk, heldur orðin til
fyrir samvinnu margra. Það er naumast hugsanlegt að einn mað-
ur hefði getað haft slíka yfirsýn yfir landið allt, hvern fjörð
þess og dal, við samgönguleysi og mjög takmarkaðan, en að
sumra dómi engan, bóklegan stuðning. — Mér er gjarnast að
gera mér í hugarlund að fáeinir menn hafi mælt sér mót, líklega
á Alþingi, og ráðið ráðum sínum um það að safna saman því
sem enn væri vitað um landnámið. Að sjálfsögðu liafa þessir
menn vitað margt um viðfangsefnið áður, en þeir vildu finna
allt, sem hægt var að festa hendur á og bjarga því frá glötun.
Og eg liygg, að þeir og trúnaðarmenn þeirra hafi síðan ferðast
um landið, lrvert hérað, hverja sveit og leitað upplýsinga, því
alstaðar var þess mest von að fólkið vissi eitthvað um sögu sinn-
ar eigin byggðar. Mér finnst mjög líklegt að á hverjum stað hafi
einhverjir fundist, sem höfðu lagt metnað sinn við að geyma
nafn þess, sem fyrstur hafði byggt sveitina þeirra og ef til vill
sagnir honum tengdar. Sumstaðar kann flest að hafa verið
gleymt nema nafnið. — Hugsast gæti þó, að safnendunum með
sín yfirstéttarsjónarmið hefði ekki verið áfram um að eyða miklu
af rúmi hinnar dýru bókar í frásagnir af „ættlausum" land-
nemum í útkjálkasveitum, og væri það þá oftast skýringin á því
hversu fátt er frá sumum greint fram yfir nöfn þeirra og bústaði.
Eg álít ekki að „landnámsmenn hafi verið búnir til eftir örnefn-
um“, og skil með engu móti hverjar sannanir finnast fyrir slíkum