Skírnir - 01.01.1979, Side 151
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
149
Kvæðinu lýkur á hrynhendri vísu í stíl við „Futuriskar kveld-
stemningar“ Þórbergs. í einu handrita sinna hefur Jón skrifað
við vísu með nokkrum tilbrigðum „Meistarinn Þ. Þ.“ Nú hefur
Halldór Laxness skýrt frá því að Kristín Guðmundardóttir
hafi sæmt Þórberg þessum titli,138 en Jón Thoroddsen hefur þá
einnig verið í hópi þeirra er nefndu Þórberg svo á árunum kring-
um 1920. Sennilega á þessi titill, sem upphaflega hefur vel getað
verið notaður í gamni, rætur að rekja til áhuga Þórbergs á Aust-
urlandatrúarbrögðum og dulspeki, þar sem vitnað var í margan
meistarann, þó að reyndar þyrfti ekki lengra að leita en í Bibli-
una eftir þessu ávarpi.
Alkunn er lýsing Þórbergs í Ofvitanurn á því er hann setti sér
lífsreglur, sem hann hreinritaði á skinn, og þeirri sálarstyrjöld,
er hann háði, þegar reglurnar reyndust siðferðisþreki hans of-
viða.139 Þau atvik, sem þar er lýst, gerðust 1910.
Löngu fyrr en frásögn Þórbergs Þórðarsonar kæmi fyrir sjónir
manna hafði Jón Thoroddsen birt mjög áþekka lýsingu í skóla-
blaðinu Skinfaxa þar sem er smásaga hans, „Andinn og holdið“,
er hann flutti í Framtíðinni 16. apríl 1916.140 Þar segir af ungum
manni, Óla:
Óli var háttaður. Hann hafði setið við að skrifa grein um siðfræði, sann-
Ieikann og fyrirgefninguna, en hann hafði komist að þremur niðurstöðum
um hvert atriði og ekki fundið einn einasta mikilsverðan punkt og þess-
vegna hafði hann hætt. [--]
Nú var hann háttaður. Hann var rétt kominn að því að sofna þegar
hann alt í einu reis upp með andfælum. Hann hafði hvorki meira né minna
en gleymt bæninni sinni. Óli hafði einhvern tíman [svo] heyrt það að eitthvert
mikilmennið hefði altaf gert bæn sína á hverju kvöldi og þessvegna hafði
liann bætt því á „Principaskrá" sína. Hún var nú orðin þrjár kompur og
eyddi Óli meiri tíma í að lesa hana heldur en í lexíur sínar.ltl
Síðan er lýst bænalestri Óla, en brátt hvarflar hugur hans til
Siggu og hriktir þá í „principunum“:
Alvaldasti, ágætasti, voldugasti Drottinn, eg ákalla þig um þína náð. Eg
ákalla þig um — um — alveg er hún mátulega digur um mjaðmirnar hún
Sigga — Óli teygði úr sér — Eg ákalla þig um þína náð, um — um þinn kraft,
um — um — fjandi væri nú gaman. Fjörkippur fór um Óla. Hann bilti [svo]
sér við í rúminu. Hann gleymdi bæninni, gleymdi „Principunum", Og loksins