Skírnir - 01.01.1979, Page 212
210
SVEINBJORN RAFNSSON
SKÍRNIR
en goðorð hö£ðu verið gefin upp i konungsvald 1262—1264, þ.e. áður en tekur
til þessarar framsetningar. Enn síður er ljóst hvað átt er við með „biskups-
kirkja", en biskupar höfðu verið á Islandi löngu áður en til þessa tímabils
kom.
Því miður er þessi kafli ekki góður. Framsetningin er ruglingsleg og stund-
um staglkennd (t.d. á bls 125 og 224—5). Hér er fullt af orðum sem eru til
þess fallin að rugla og vekja undrun eins og „erfðaprestar“ (bls 148), „sam-
tímamáldagar" (bls 192) og „hefðarstaðir" (bls 192). Orðið messudjákn er not-
að ranglega fyrir súbdjákn þvert ofan í heimildir á bls 147 (að því er virðist
tvisvar) og 165. Rétt er það hins vegar notað á bls 117.
Ég verð að takmarka mig við að gagnrýna fáein atriði í þessari framsetn-
ingu Magnúsar Stefánssonar á staðamálum og sögu kirkjunnar á ofanverðri
13. og öndverðri 14. öld. Rúmsins vegna er ekki kostur að gera öllum van-
köntum og göllum þessarar ritsmíðar skil.
Fyrst vil ég taka til umræðu hvemig ein helsta frásagnarheimild tímabils-
ins, Arna saga biskups, er notuð í þessum kafla. Almennt er um hana rætt á
bls 114. Þar er þess þó ekki getið hvenær sagan geti verið skrifuð en af sög-
unni er þó ljóst að hún getur ekki verið skrifuð í því formi sem hún hefur
varðveist i fyrr en 1304 þegar Árni Helgason er orðinn biskup því að hans er
minnst sem slíks í sögunni. Þetta atriði að söguhöfundur er stundum a.m.k.
að lýsa 30—40 ára gömlum atburðum staðamála, og það meðan staðamál
geisa enn að nokkru leyti í samtíð hans, virðist hafa gleymst Magnúsi Stefáns-
syni. Það er nátengt því að Magnús ræðir heldur ekki í hvaða tilgangi sagan
geti verið skrifuð. Hann lætur berast fyrir straumnum gagnrýnislaust, t.d.
dáist hann að mannúðarsjónarmiðum Árna biskups á bls 132 og á bls 148
dáist hann að gætni og sáttfýsi Árna. Með öðrum orðum fellur Magnús í
gildrur söguhöfundar en eitt af markmiðum söguhöfundar er að gera sem
mest úr dyggðum og stórmennsku Árna Þorlákssonar. Gagnrýnislaus aðdáun
Magnúsar á söguhöfundi Árna sögu kemur ódulin fram á bls 194. Þar er ekki
sagnfræðileg gagnrýni á ferðinni. Ef skoðanir söguhöfundar koma þarna fram
í sögunni hvar á þá að skipa þeim í tíma? Það getur ekki verið til ársins
1284 heldur eftir 1304. Þó má segja að nokkurrar gagnrýni gæti gagnvart
Árna sögu á bls 212 þar sem Magnús telur að höfundur sögunnar hafi til-
hneigingu til að láta persónur skipta meginmáli um gang atburða. Það kann
að vera rétt en ekki rökstyður Magnús þetta nánar eða ræðir almennt um
Árna sögu í þessu tilliti. Meðferð þessarar merkilegu frásagnarheimildar,
Árna sögu biskups, er með slíkum endemum að furðu gegnir. Sagan virðist
burðarásinn í miklunr hluta framsetningar Magnúsar en þá í hrárri og út-
þynntri endursögn.
Á bls 160 gerir kaflahöfundur sér tíðrætt um ármann biskups á íslandi út
frá einni heimild sem til er í handritum frá 14. og 15. öld og þaðan af yngri.
Ekki kemur fram í þessari heimild hvort ármaður biskups hafi verið leikur
eða lærður þótt í annað sé látið skína hjá kaflahöfundi. Virðist sem dregnar
séu óheimilar ályktanir iit frá rýru heimildaefni.