Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 220
218 MAGNÚS STEFÁNSSON SKIRNIR
því, þegar Þorvaldur prófastur Helgason þáði Holtsstað í Önundarfirði sem
lén af hendi biskups.
Síðasta atriðið setn cg vil taka hér fyrir er sættargerðin í Ögvaldsnesi. Ég
fylgdi textanum eins og hann er prentaður í íslenzku fornbréfasafni II, bls.
323—25, eftir Skarðsbók, sem er talin frá um 1363. Magnús Már Lárusson
notar einnig texta Skarðsbókar í grein sinni „Beneficium. Island“ i KLNM I,
d. 458. „Textavillurnar í Skarðsbók hafa orðið örlagaríkar fyrir grein Magn-
úsar Stefánssonar,“ segir Sveinbjörn og vitnar í bls. 224—25. Virðist Svein-
björn ganga út frá því sem vísum hlut, að texti sá, sem hann lætur prenta
eftir AM 161 4to, hljóti að vera réttari. Málið er ekki svo einfalt. Sveinbjörn
fullyrðir, að elsta uppskrift samningsins sé í Arnarbælisbók, AM 135 4to.
Þetta er bæði ónákvæmt og rangt. Sættargerðin kemur fyrir á tveim stöðum
í þessu handriti, á bls. 7, pergamentuppskrift frá síðara helmingi 14. aldar,
þ.e.a.s. álíka gamalli og Skarðsbók, og á bls. 222—23, þeim hluta handritsins
sem hefur að geyma kirkjulegar statútur, og sem er talinn frá ca. 1490. Um
þessar dagsetningar, sjá Jón Sigurðsson, íslenzkt fornbréfasafn I, bls. 128—
133; Jón Þorkelsson, íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 323 o.áfr., og Gustav Storm,
NGL IV, bls. 601. Veit ég ekki til að á þær hafi verið bornar brigður. Texti
sá í AM 135 4to, sem er frá síðara helmingi 14. aldar, er öldungis samhljóða
Skarðsbókartextanum. Á báðum stöðunum hafa þeir konungur og Árni með
ráði og samþykkt Jörundar erkibiskups sæst „vm stadi ok kirkna eígnir".
Áframhaldið er þannig í Arnarbælisbók bls. 7: „at þeir stadir J skalahollz
byskups dæmí sem kirkiur eíga allar skulu vera vndir byskups for rædí. En
þær sem leikmenn eíga halfar edr meír skulu leikmenn hallda med þuilikum
kennímanna skylldum sem sa hefir skilt er gaf. enn luka af ecki framar".
Báðar þær uppskriftir sem í sérflokki eru hvað aldur snertir hafa hér því
sama texta. En allir geta verið sammála Sveinbirni um það að texti þessi sé
ekki vandalaus. Orðið allar fellur ekki að orðinu staðir, ei heldur þœr og
halfar. Sú þrautalending að klípa r-ið aftan af halfar og breyta þær í þeir
og halfar f halfa gengur að mínum dómi nokkuð langt. I þeim hluta Arnar-
bælisbókar sem er frá ca. 1490 er uppskrift af sættargerðinni með sem hluti
af samningi Gyrðs biskups og leikmanna, 19. júlí 1358. Þeir hlutar sættar-
gerðarinnar sem máli skipta hér eru þar orðaðir nokkuð á annan hátt. Hér
hefur konungur „sætz a med arna byslcup af skalaholti ok gert fullan ueg.vid
hann vm stada eignir ok kirkna. J skalaholti byskups dæmí“. Ákvæðið. sem
hér skiptir máli, er í þessari uppskrift orðað á þann hátt „at þær jardír.J
skalaholti byskups dæmí sem kirkiurnar eíga skulu wera undir.byskups for-
rædi Enn þær sem leik menn eíga halfar edr.meír skulu leikmenn hallda
med þuilikum kenni manna skylldum sem sa hefir fir skilít er gaf en luka
ecki framar". Þessi texti er mjög áþekkur texta þeim sem Jón Sigurðsson
prentar í Lovsamling for Island I bls. 23 eftir AM 138 4to frá u.þ.b. 1500 og
einnig texta þeim sem Sveinbjörn prentar eftir AM 161 4to. Hér virðist text-
inn óbrenglaður, en uppskriftirnar eru allar mun yngri en Skarðsbók og
Arnarbælisbók bls. 7. En jafnvel þótt yngri uppskriftin f Arnarbælisbók (þ.e.