Skírnir - 01.01.1979, Page 251
SKÍRNIR
RITDÓMAR
249
Þegar í nafni bókarinnar — Straumar og stefnur i islenskum bókmenntum
frá 1550 — felst ákveðin stefnumörkun sem höfundur herðir enn á í for-
mála.
Hann kveðst „[...] leggja meiri áherslu á félagslega sögu bókmenntanna
en persónusögu. [-----] Tengsl skáldverka við almenna þjóðfélagsþróun og
menningarsögu eru þess vegna frumatriði málsins frá mínum bæjardyrum
séð. Fyrst þegar þeinr hafa verið gerð skil er tímabært að skyggnast dýpra í
tilurðarsögu verkanna, athuga ævisögu höfundar og sérkenni hans.“ (8. bls.).
Sem af þessu má sjá eru viðhorf bókarhöfundar nokkuð mótuð af áhuga
á bókmenntafélagsfræði — þ. e. tengslum skáldverka við þann félagslega
veruleika sem þau eru úr sprottin og fyrir samin — er sett hefur nokkurn
svip á bókmenntarannsóknir síðustu ára, ekki síst á Norðurlöndum. Það getur
þá líka staðið sem skemmtilegt dæmi um tískusveiflur í fræðunum að fyrir
rúmri öld hélt Georg Brandes fram áþekkum viðhorfum til bókmenntarann-
sókna — mörgum hverjum að vísu með öðrum nöfnum — en titillinn á bók
Heimis má minna á stórvirki hins danska meistara: Hovedstrflmninger i det.
nittende árhundredes litleratur.
Skýringar á „tilurð“ bókmennta, sköpunarsaga þeirra, hlutverk þeirra og
not í samfélaginu eru m.ö.o. aftur orðin miðlæg viðfangsefni í okkar heims-
hluta eftir töluverða lægð meðan bylgja nýrýninna viðhorfa reis hæst, en
samkvæmt þeim skipti mestu gaumgæfin könnun sjálfs skáldverksins og
texta þess eins og það birtist sjálfstætt og óháð.
Minna má á að í einu síðasta verki sínu, Hallgrimi Péturssyni og PasSiu-
sálmunum, sendi Sigurður Nordal nýrýninni skeyti frá sjónarhóli ævisögu-
legra og sálfræðilegra viðhorfa er hann sagði: „Samkvæmt henni [þ. e. nýrýn-
inni] á ekki að gefa neinn gaum að höfundum skáldrita, heldur rannsaka
þau eins og hvert þeirra væri jafneinangrað sem loftsteinn." (35. bls.).
Þótt á nýrýnina bærust þannig skot frá fulltrúum eldri ævisögulegra við-
horfa og margvísleg „ytri könnun" bókmennta, svo sem félagsleg og hug-
myndasöguleg tengsl þeirra, hafi nú aftur verið hafin til vegs verður ekki
af nýrýninni skafið að hún sýndi mikilvægi „innri könnunar" bókmenntanna
og þá áherslu sem bókmenntafræðingar hljóta að leggja á rannsókn sjálfra
skáldverkanna.
Þegar öllu er á botninn hvolft er það sjálfur texti skáldskaparins með
möguleikum sínum til túlkunar og listrænna áhrifa sem mestu máli skipt-
ir. „Tilurðarsaga" bókmennta, hvort sem hún byggist á sálfræðilegri og
ævisögulegri eða félagslegri og hugmyndasögulegri könnun, hlýtur fyrst og
fremst að eiga réttlætingu sína í því að hún geri okkur sjálfa bókmennta-
textana aðgengilegri og skiljanlegri.
Hér er ekki staður eða stund til að ræða nánar mismunandi viðhorf og
aðferðir í bókmenntarannsóknum en aðeins á þau drepið í tilefni af stefnti-
skrá Heimis í formála og bókarheiti.
Skemmst er af því að segja að þar hefur bók Heimis mest gildi, sem
hann fylgir þeirri stefnu er hann lýsir í upphafi, en veikleiki hennar