Skírnir - 01.01.1982, Page 78
76 BERGSTEINN JONSSON SKÍRNIR
lagsins lengst af frá 1879 og til dauðadags, 1917. Beitti hann sér
þá fyrir því, að félagið gaf út alþýðleg rit, m. a. um náttúrufræði-
leg efni, en á slíku var áður nauðalítið framboð. Svipaðra sjón-
armiða gætti í greinavali í tímaritum félagsins, Andvara og
Almanakinu. Nú varð úr að Gröndal tók að sér að þýða ein-
hverja alþýðlega náttúrufræði, sem Tryggvi hefur líkast til val-
ið, og virtist þá fyrir öllu séð: Virtur náttúrufræðingur, andans
maður og málsnillingur tók að sér að ljá ritinu sómasamlegan ís-
lenzkan búning, og Tryggvi fékk gamla skuld goldna.
En þetta reyndust skáldinu erfiðir raunatímar, og urðu ófyrir-
sjáanleg atvik til þess að leiða liann oftar en skyldi til annarra
viðfangsefna en þýðingarstarfa. Var hann þó oft, bæði fyrr og
síðar, býsna röskur við ritstörf, hvort heldur hann frumsamdi,
þýddi eða bjó verk annarra til prentunar. En alla ævi var hann
reikull í ráði og laus í rásinni. Nú varð hann um skeið fyrir
hverju áfallinu á fætur öðru, svo að borin von virtist að hann
fengi sinnt þýðingunni sem skyldi. Frú Ingigerður, kona hans,
sem hann dáði mjög, dó 19. nóv. 1881, og var sem hann missti
við það fótfestuna um skeið. Sjálfsagt hefur hann þá farið að
slá slöku við kennsluna, enda lynti hann illa við suma samkenn-
arana.
í þessum nauðum stendur hann miðjum, þegar hann skrifar
Tryggva 23. marz 1882 línur þar sem hann virðist í senn hrein-
skilinn við sjálfan sig og aðra. En að Tryggva sótti skrifið þann-
ig, að hann var ekki við því búinn að slá öllu upp í grín og
ýmist hlæja eða hneykslast með vini sínum skáldinu, þegar hann
tók upp í sig og hæddist einnig að því sem Tryggvi virðist hafa
talið sér nákomið af einhverjum sökum.
. . . Um leið og jeg þakka þér fyrir bréfið þitt og hluttekningu þína í sorg
minni, þá skal jeg strax snúa mér að hinu eiginlega bréfsefni, nl. um Berlíns
bók.20 Jeg hefi verið ónýtur til allra verka í vetur, fyrst seinni partinn af
Febrúar sefaðist jeg svo að jeg gat farið að gegna mínum venjulegu störfum
með sama krapti og áður, þó jeg raunar slæptist í skólann pro forma fyrri
part vetrarins. Jeg byrjaði að leggja út þessa kafla í Berlín í byrjun Marz-
mánaðar, en jeg er ekki búinn nema með sex kapítula, og það tekur þvf ekki
að senda það handrit út. Fyrir utan það, að mér þykir hálf ómerkileg vinna
að leggja út aðra eins bók og þetta, þá er mér mikið illa við að láta prenta
mín handrit á öðrum stað en þeim sem jeg er sjálfur á, svo jeg geti sjálfur