Skírnir - 01.01.1982, Page 130
128 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON SKÍRNIR
útlagt á flestar tungur. Eftir þeirri fyrimiynd hefir síðan sögum verið safnað
unr heim allan, og hafa mörg þeirra safna síðan orðið fræg fyrir ágæti
sitt . . .38
Þessi tilvitnun sýnir að Jónas hefur verið gagnkunnugur við-
horfum og vísindaaðferðum Grimmsbræðra, ef til vill fyrir milli-
göngu danskra og þýskra þjóðfræðinga sem hann stóð í beinu
sambandi við.39 Þessi viðhorf koma víðar fram í sama riti, þar
sem hann segir m.a. að mönnum hafi opnast heill heimur er þeir
hafi farið að gefa þjóðtrú og þjóðsögum gaum og bætir við:
þjóðtrúin og þjóðsagnirnar urðu nú í augum vísindamannanna mikilsvarð-
andi þáttur í menningar- og þroskasögu mannsandans, einn höfuðbálkurinn
í skáldskap þjóðanna, og efni þeirra hefir orðið síðan oft og einatt tilefni
til djúpra rannsókna í þjóðafræði og mannfræði — og stórskáldin hafa tekið
þau til meðferðar í skáldskap sínum.40
Hér er lögð áhersla á það meginviðhorf að hin þjóðlegu fræði
eru vísindaleg gögn og ber að umgangast þau sem slík. Um nauð-
syn þess að safna öllu sem lýtur að þjóðtrú og þjóðsiðum seg-
ir síðan:
því að í því mörgu má ef til vill finna heimildir fyrir vísindalegum niður-
stöðum, sem enn eru ófundnar eða á reiki, ef hin samberandi þjóðfræðavís-
indi taka það og bera það saman við samskonar sagnir og þjóðtrúargreinar
rneðal annara þjóða.u
Jónas Jónasson frá Hrafnagili er réttnefndur fyrsti þjóðfræð-
ingur íslands. Hann er alþjóð kunnastur af meginverki sínu, Is-
lenskum þjóðliáttum, en hann var engu síður vel heima í þjóð-
sagnafræðinni sem hann kallaði svo. Er mjög lærdómsríkt að
veita því athygli nú, hve viðhorf hans hafa verið mótuð af þeim
skoðunum sem hæst ber um þessar mundir í þjóðfræðinni, að
líta til þjóðmenningarinnar í heild og kanna einstaka þætti
hennar með hliðsjón af öðrum þáttum.
Fleiri menn hafa kunnað góð skil á þjóðfræði hér á landi en
Jónas Jónasson. Þessari fræðigrein var það mikið lán, að einn af
fremstu lærdómsmönnum þjóðarinnar, Sigurður Nordal prófess-
or, gerðist snemma liðtækur á þessum vettvangi og lagði þar
drjúgt til mála áratugum saman. Sigurður Nordal safnaði þjóð-
sögum í félagi við Þórberg Þórðarson og kom safn þeirra, Grá-