Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1991, Page 207

Skírnir - 01.04.1991, Page 207
SKÍRNIR RÖDD TEXTANS 201 setti fram í formála sínum að Tractatus tbeologico-politicus, þá kenningu að túlkandi ætti ekki að velta fyrir sér sannleika textans sem hann væri að fást við, heldur aðeins merkingu hans. Þetta var fráhvarf frá þeirri túlkunar- aðferð á trúarlegum textum sem hafði verið við lýði, þar sem merking textans var ákveðin fyrirfram en aðeins var athugað hvernig textinn lagaði sig að þessum sannleika. Þá aðferð kallar Todorov „dogmatíska" rýni, en á íslensku mætti kalla hana kreddufesturýni. Sú hugmynd Spinoza að rýnandinn skyldi ekki gefa sér fyrirfram hvort textinn væri sannur eða ekki heldur aðeins reyna að komast að því hver merking hans væri er vissulega framför að mati Todorovs, en leiðir til annarrar villu sem ef til vill er ekki rétt að kenna Spinoza um heldur síðari tíma túlkendum hans. Það er sú hugmynd að rýnendur eigi ekki að spyrja hvort viðfangsefni þeirra - textinn - fari með sannindi eður ei. Til að orða þetta á einfaldari máta: Spurningar um rétt og rangt eru utan verksviðs bókmenntarýni. Bókmenntarýnin á ekki að fjalla um tengsl bókmenntanna við heiminn, heldur um verkið sjálft sem er heimur út af fyrir sig og getur staðið einn og sér. Þessar hugmyndir um bókmenntarýni kallar Todorov „innri rýni“ eða bókmenntarýni sem metur texta aðeins út frá hans eigin forsendum. Þetta er nátengt næstu forsendu sem Todorov byggir á en hún er sú að rómantíski skólinn, nánar tiltekið Jena-hópurinn - þeir August og Friedrich Schlegel, Friedrich von Novalis og Friedrich von Schelling, meðal annarra - hafi sett fram kenningar um eðli bókmennta sem enn móta hugmyndir okkar um þær. Þessar hugmyndir byggja á því að greina megi tvö hlutverk tungumálsins. Annars vegar gegni tungumálið því hlutverki að flytja boð milli manna um heiminn. Það er boðskiptahlutverk tungumálsins og liggur það utan við tungumálið sjálft úr því það á að fjalla um heiminn, sem er óháður tungumálinu. FTitt hlutverkið tengist skáldamáli, þ.e. skáldskapar- hlutverki tungunnar. Skáldskaparmálið hefur engan annan tilgang en að vera til, eins og kemur fram í orðum skáldsins Archibald Mac Leish: A poem must not mean, but be. Skáldskapur á ekki að fjalla um neitt. Hann á bara að vera til. Ef hann á ekki að fjalla um neitt, þá fjallar hann ekki heldur um mannleg gildi. Todorov telur að þessar hugmyndir um eðli skáldskapar séu ríkjandi á okkar dögum og hafi ekki aðeins mótað rómantísku stefnuna, heldur líka stefnur á borð við súrrealisma og nýsöguna; einnig hafi þær haft áhrif á bók- menntarýni. Sú tegund bókmenntarýni, sem bar hæst á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta tuttugustu og sem kennd hefur verið við pósitífisma, lýtur svipuðum hugmyndum þar sem hún fæst einungis við að setja verkin í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.