Skírnir - 01.04.1993, Page 24
18
FRIEDRICH NIETZSCHE
SKÍRNIR
honum stendur á sama um hreina og áhrifalausa þekkingu og
hann hefur meira að segja megnustu andúð á skaðlegum og spill-
andi sannleika. Og ekki nóg með það: hvernig er fyrrnefndum
venjum tungumálsins háttað? Gæti hugsast að þekkingin eða
sannleiksástin hafi alið þær af sér, falla heitin og hlutirnir saman?
Getur tungumálið tjáð á fullnægjandi hátt allt sem til er?
Einungis gleymskunnar vegna getur nokkur maður látið sér
detta í hug að hafa höndlað sannleikann í þeim skilningi sem um
var getið. Ef hann sættir sig ekki við sannleika í formi klifunar,
þ.e. hismið eitt, þá mun hann að eilífu höndla blekkingar undir
yfirskini sannleikans. Hvað er orð? Hljóðræn eftirmynd tauga-
áreitis. Dragi maður af því þá ályktun að taugaáreitið eigi sér ein-
hverja ytri orsök, hefur maður þegar gerst sekur um ranga og
óleyfilega beitingu orsakalögmálsins. Ef fullvissan um heiti hlut-
anna væri afgerandi skýring á upphafi tungumálsins, því í ósköp-
unum mættum við þá segja: „steinninn er harður", eins og við
hefðum nokkuð annað til marks um hvað „harður“ merkir en al-
gerlega huglægt áreiti! Við aðgreinum hlutina eftir kyni og segj-
um að trjáviðurinn sé karlkyns og plantan kvenkyns: hversu til-
viljanakenndar túlkanir! Skotið hátt yfir lögmál fullvissunnar!
Tökum t.d. orðið „slanga": þetta heiti á ekki við um neitt nema
hlykkjóttar hreyfingar dýrsins og gæti því allt eins vel gilt um
maðkinn. Hve handahófskenndar þessar aðgreiningar eru; hve
eiginleikum hlutanna er einhliða hampað hverju sinni! Beri mað-
ur saman ólík tungumál kemur í ljós að sannleiksgildi orðanna
eða kostgæfni orðavalsins skiptir engu máli: enda væru annars
ekki til svona mörg tungumál. í augum málsmiðsins er „hlutur-
inn í sjálfum sér“3 (ímynd hins hreina og áhrifalausa sannleika)
alveg óskiljanlegt og alls ekki eftirsóknarvert fyrirbæri. Hann gef-
3 í höfuðriti sínu, Gagnrýni hreinnar skynsemi (1781), gerir þýski heimspeking-
urinn Immanuel Kant (1724-1804) greinarmun á „hlutnum eins og hann birt-
ist“ („Ding in der Erscheinung”) og „hlutnum í sjálfum sér“ („Ding an sich”).
Hlutverk þekkingarfræði Kants (en Kant fjallaði ekki síður um mannfræði,
fagurfræði og siðfræði), sem hann kallaði „forskilvitlega hughyggju“
(„transzendentaler Idealismus”) er m.a. að greina á milli skilvitlegrar og for-
skilvitlegrar reynslu og leitast við að gera skipulega grein fyrir þessum hug-
tökum og samhengi þeirra. Allar götur síðan hefur hið geysiflókna kenninga-
kerfi Kants, og þá einkum og sér í lagi hugtakið „hluturinn í sjálfum sér“, vald-