Skírnir - 01.04.1993, Page 49
SKÍRNIR
VIÐ RÆTUR MANNLEGS SIÐFERÐIS
43
sem merkingarheimurinn kemur í Ijós, en um ltið dregur það
fjöður yfir óreiðuna sem undir býr.
Blekkingin um veruleikann, sem er forsenda merkingarbærs
mannlífs, liggur því mun dýpra heldur en þær fölsku heimstúlk-
anir sem að mati Nietzsches hafa hlaðizt upp í sögu vestrænnar
guðfræði og heimspeki. Raunar er listin ein sönn því hún ein við-
urkennir að vera bara túlkun og gerir enga tilraun til þess að
höndla Sannleikann. Sú viðleitni hefur aftur á móti auðkennt
sannleiksleit trúarbragða og heimspeki og þar eð hinn náttúrulegi
veruleiki hefur ekki svarað sannleikskröfum þeirra hafa hugsuð-
urnir opnað sýn til annars heims sem er hinn sanni veruleiki. I
þessari sannleiksleit liggja rætur tómhyggjunnar, því til að þessi
viðleitni bæri árangur hefur meginforsendum jarðlífsins verið
hafnað. Heimurinn og mannleg viðleitni öðlast gildi sitt vegna
þess sem er handan hans, í heimi frummynda, hugtaka eða guð-
legra lögmála. Og til þessa handanheims sækir þrælasiðferðið
verðmæti sín, lögmál og lífsreglur. Náungakærleikurinn er reistur
á hræðslugæðum guðsóttans. Kristnin er dulbúin ómeðvituð
tómhyggja sem býr í haginn fyrir meðvitaða tómhyggju þar sem
ekkert skiptir máli. Sú hugsun sem felst í orðum Dostojevskíjs,
„ef Guð er ekki til er allt leyfilegt," er sameiginleg forsenda allrar
siðferðilegrar tómhyggju. Það er vegna þessa sem dauði Guðs
verður lykilatriði í greiningu Nietzsches á vanda vestrænnar
menningar. Orð Nietzsches „Guð er dauður“ eru engin venjuleg
yfirlýsing um trúleysi, heldur athugasemd í þá veru að grundvöll-
ur þeirra siðferðisgilda sem boðuð hafi verið í vestrænni menn-
ingu sé hruninn.17 Þess vegna setur Nietzsche sér það verkefni að
endurmeta grundvöll allra gilda.
Næst nefni ég til sögunnar hinn sálfræðilega og nánast lífeðlis-
frœðilega þátt í siðagagnrýni Nietzsches. Ef veruleikinn er sú
flæðandi kös sem Nietzsche lýsir, skiptir það öllu máli í hvaða
farvegi túlkanir okkar veita honum. Þær grímur sem hengdar eru
á veruleikann í viðleitni manna til skilnings og sköpunar, festast
17 Sjá t.d. ritgerð Martins Heidegger, „Nietzsches Wort ‘Gott ist tot’“,
Holzwege (Frankfurt am Main: Klostermann 1950), s. 193-247.