Skírnir - 01.04.1993, Page 54
48
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKlRNIR
bili sem myndast milli sýndar og reyndar, meðan höfðinginn er
einhamur og kann ekki að leika tveimur skjöldum. Hjá honum
eru esse og operari eitt, eins og Nietzsche orðar það, hann birtist
fullkomlega í athöfnum sínum. Um hinn siðfræðilega meðvitaða
mann þrælasiðferðisins segir Nietzsche aftur á móti á einum stað:
Siðapostular þurfa að hafa á sér yfirbragð dyggðarinnar, einnig yfirbragð
sannleikans, þeir gera þá fyrst mistök þegar dygðin nær tökum á þeim,
þegar þeir missa tökin á dygðinni og verða sjálfir siðferðisverur, verða
sannir. Eitt af því sem góður siðapostuli þarf að hafa til að bera eru mikl-
ir leikhæfileikar; áhættan sem hann tekur er að leiktilburðirnir verði
honum óvarreiginlegir, því það er guðleg hugsjón hans að halda eðli
sínu og athöfnum aðskildum. (KSA 13, 11 [54])
Framan af var krafa um algjöra hreinskilni að baki allri siða-
gagnrýni Nietzsches. Síðar sá hann að þessi krafa hvílir á þeirri
frumspekilegu trú að hægt sé að sleppa undan blekkingunni og
hafa fastan siðferðisgrunn undir fótum (sbr. FW 344). Hrein-
skilni getur samt sem áður falizt í því að viðurkenna takmarkanir
eigin túlkana, horfast í augu við söguna, lífið og náttúruna og
flýja þau ekki á náðir falskra en þægilegri heimstúlkana. Einungis
með því að viðurkenna blekkinguna sem óhjákvæmilegan þátt
allrar túlkunar geta menn orðið vinir sannleikans24 - því hann er
processus in infimtum - óendanlegt sköpunarferli. Gildi þess verð-
ur á endanum metið af því hvernig það býr í haginn fyrir mann-
lífið og viljann til valds.25 Hinir frjálsu andar trúa ekki á Sann-
leikann heldur fjölbreytileika sjónarhorna: „þvífleiri hvötum sem
24 Þ.e. fílósófar, en meginvilla heimspekinnar hefur verið að reyna að koma
höndum yfir Sannleikann, sbr. upphaf Handan góðs og ills þar sem Nietzsche
líkir sannleikanum við konu og álasar heimspekingum fyrir klaufaskap sem
hafi hindrað þá í að ná ástum hennar.
25 Sannleikshugtak Nietzsches er erfitt viðfangs og ekki er hægt að gera því nein
skil hér. Lesendum er bent á ritgerðina „Um sannleika og lygi £ ósiðrænum
skilningi" í þessu hefti Skírnis og ritgerðasafnið The New Nietzsche.
Contemporary Styles of Interpretations, ritstj. David B. Allison, New York:
Delta 1977. í nýrri bók, Interpretationswelten. Gegenwartsphilosophie jenseits
von Essentialismus und Relativismus (Frankfurt am Main: Suhrkamp 1993),
setur Giinter Abel fram kenningu um sannleikshugtakið í ljósi hugmynda
Nietzsches.