Skírnir - 01.04.1993, Page 66
60
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
fati eru því hvor tveggja hugsuð sem læknisráð. Riddari trúarinn-
ar og ofurmennið hafa endurheimt heilsu sína og heilindi, tíminn
læknar sár þeirra í þeim sérstaka skilningi sem ég hef haldið hér
fram. Með því að dansa á nálaroddi augnabliksins mitt í óvissu
tilverunnar una báðir barnslega glaðir við sitt.
7. Samkennd og sjálfssköpun
Siðferðishugsun Nietzsches verður því að skilja í ljósi þess að
henni er ætlað að hafa meðferðargildi öðru fremur, gera mann
heiland2 Þessi þáttur siðfræðinnar var veigamikill til forna, sér-
staklega í lífsspeki epíkúringa og stóumanna,43 en hefur verið
vanræktur í siðfræði síðari tíma. I stóuspeki felst líknin í því að
láta af tilburðum til þess að stjórna því sem maður ræður ekki við
og virkja þá krafta sem maður ræður yfir til dygðugs lífernis.
Þannig byggja menn upp heilbrigðan grunn til að standa á í lífinu,
öðlast sjálfsvirðingu og sálarheill sem er undirstaða allra góðra
verka. Og orð þrælsins Epiktets um þroska mannsins hljóma eins
og uppskrift að hinu sak-lausa ofurmenni Nietzsches:
Vanþroska maður þekkist af því, að hann sakar aðra um, ef honum farn-
ast miður. Sá sem áfellist sjálfan sig, er kominn nokkuð áleiðis, en sann-
menntaður maður ber hvorki sjálfan sig né aðra sökum.44
En kenning Nietzsches um ofurmennið hefði ekki orðið mönn-
um jafn óljúf og raun ber vitni ef það væri eingöngu glaðvær stó-
ískur vitringur. Hann á sér líka harða og hrokafulla hlið sem er
nánast andstæða æðruleysis og auðmýktar stóíkans.45 I heimspeki
42 Agnes Heller kallar þetta „the therapeutic aspect of moral philosophy“.
General Ethics (Oxford: Basil Blackwell 1988), s. 1.
43 Ekki má heldur gleyma því að fyrir Sókratesi var siðleysi sjúkdómur á sálinni.
Sbr. ritgerð mína „Forngrísk siðfræði." Grikkland ár og síð, ritstj., Kristján
Árnason, Sigurður A. Magnússon, Þorsteinn Þorsteinsson og Guðmundur J.
Guðmundsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1991), s. 81-107.
44 Hver er sinnar gœfu smiður, Broddi Jóhannesson þýddi (Reykjavík: lsafoldar-
prentsmiðja 1955), s. 12.
45 Sbr. Wolfgang Múller-Lauter, Nietzsche. Seine Philosophie der Gegensdtze
und die Gegensatze seiner Philosophie (Berlin/New York: de Gruyter 1971),
6. og 7. kafli.